Morgunn - 01.06.1935, Page 33
MORGUNN
27
eitthvað áfram siðustu 9 árin? Og við vitum vel, hvaða
reformation það er, sem vinur síra Haralds var að skrifa
honum um. Það er sú breyting, sem sálarrannsóknamálið
hefir valdið í hugum manna. Engin önnur reformatión hefir
orðið hér á landi á síðustu 4 öldum.
Breytingin er gífurleg. Þeir sem um trúmál hugsa,
þeir hugsa á alt annan veg en menn hugsuðu um síðustu
aldamót. Þeir hugsa ekkert um friðþægingarkenninguna,
sem var svo mikið grundvallaratriði fyrir nokkurum árum,
að mér er kunnugt um það, að ungur prédikari fékk ákúr-
ur fyrir það, að. hann hafði ekkert minst á friðþæginguna
í ræðu, sem hann flutti hér í dómkirkjunni, þó að hann
væri að tala um alt annað. Áhrærandi kenningarnar um
Jesúm Krist er furðu lítið orðið eftir af því í hugum manna,
sem tekið er fram í hinni postullegu trúarjátning. Menn
eru ekki að hugsa um, að hann hafi verið getinn af heilög-
um anda, né að hann muni koma til að dæma lifendur
og dauða. Þeir hugsa ekki um neina upprisu holdsins og
eklci um neinn dómsdag — annan en þann, sem hver
maður lifir, þegar hann kemur inn í annan heim og sam-
vizka hans dæmir hann. Þeir, sem enn eiga Kriststrúna
— og eg vona að þeir séu margir — hugsa um hina dýr-
legu kenning Jesú frá Nazarat; um hin dásamlegu máttar-
verk hans, og um hann sjálfan sem konung þeirra heima,
sem vér þekkjum eða höfum spurnir af, og verndara þeirra,
sem vilja leita til hans. Þeir hugsa um, hvort »Kristur,
ástvin alls, sem lifir, sé enn á meðal vor«, eins og stend-
ur í sálminum. Þeir finna, að trú þeirra er veik, en þeir
þrá það, að hún væri sterkari. Þeir eru áreiðanlega marg-
ir, sem hugsa eitthvað líkt og Grímur Thomsen, þegar
hann er að yrkja um það, að í öðru lífi gangi hann í skoðun:
í skoðuninni skynja eg,
hve skamt mín náði von,
og hversu mín var trúin treg
að treysta á mannsins son.
Þeir hugsa ekki mikið um nauðsynina á réttrúnaði. Eg