Morgunn - 01.06.1935, Side 38
32
MORGUNN
Mér er óhætt að fullyrða, að hvergi finna menn í bók-
mentum nútímans jafn-miida aðstoð til þess að svara þess-
'Um og þvilíkum spurningum eins og í þeim ritum, sem
sprottnar eru upp af sálarrannsóknunum. Þar úir svo og
grúir af efni í prédikanir, bæði sögum og hugleiðingum,
að þessi rit geta verið gullnámur fyrir presta. Skoðanirnar,
sem fyrir mönnum verða þar, eru mjög margbreytilegar, og
hverjum er innanhandar að velta þeim fyrir sér og velja
þær, sem bezt eiga við hans hugarfar og trúarlíf. Mér þykir
það nærri því broslegt að aldrei skuli vera á þetta minst,
þegar prestarnir koma saman til þess að ræða sin mál.
Mér er það fullljóst, hverjir óhemju örðugleikar á þvi
•eru fyrir prest að eiga að prédika ár eftir ár og áratug eftir
áratug fyrir sömu mönnunum svo að þeim verði altaf á-
nægja að hlusta. Það geta í raun og veru ekki aðrir en af-
burðamenn. En í mínum augum er það óhugsandi nema
með miklum mndirbúnings lestri. Nú eru bæði efni prest-
anna mjög takmörkuð og tími þeirra líka. Þeim mun meira
máli skiftir það, að þeir leiti í rétta átt eftir þeirri aðstoð,
sem þeim er svo bráðnauðsynleg. Þeir eiga áreiðanlega
framar öllu öðru að leita í bókmentir sálarrannsóknanna.
í siðasta mánuði var haldin hátíðleg og áhrifamikil
menningarsamkoma um mikinn hluta heimsins. Það var
11. nóvember. Þann dag var það fyrir 16 árum að Iétti af
því óhemju ragnarökkri, veraldarófriðinum, sem sendi miljón-
ir misjafnlega undirbúinna mannssálna inn í annan heim. Um
þær mundir var það árangur sálarrannsóknanna, sem forð-
aði ótölulegum manngrúa frá þvi að merjast andlega undir
fargi þeirra atburða, sem þá voru að gerast. Enn í dag get-
ur árangur sálarrannsóknanna lyft þungum byrðum af
mannssálunum, ef menn vilja sinna honum og Iæra að skilja
hann. Og árangur sálarrannsóknanna er það, sem á að efla
og endurreisa kristni þessa lands.