Morgunn


Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 46

Morgunn - 01.06.1935, Blaðsíða 46
40 MORGUNN »Eftir að eg hafði fengið fastan samastað, átti eg; heima í litlu sveitaþorpi í suðausturhluta Wales-héraðsins. Þar kyntist eg skozkum manni, er eg nefni James, og tókst með okkur hin tryggasta vinátta. Hann virtist nú að vísu ekki neitt sérlega aðlaðandi við fyrstu kynni, en var einn af þeim tryggu og góðu drengjum, sem öllum er ávinningur að kynnast. Jafnframt kvikfjárrækt og búskap rak hann umboðssölu fyrir ýmsar verksmiðjur. Hann átti meðal annars mjög fullkomið safn af ýmsum vopnum og munum, öxum, steinum, tinnuáhöldum og öðru þess háttar,. er fundist hefir eftir frumbyggja landsins, enda var hann- mjög fróður um lifnaðarhætti þeirra. Var hann mjög áhuga- samur um söfnun slíkra muna. Á hverju laugardagskvöldi fórum við saman í veiði- ferðir og skutum bæði dýr og fugla. Kvöld eitt, er við vorum að búa okkur til heimferðar, vorum við staddir ná- lægt vatni einu, er virtist vera um 10 ekrur að stærð. í miðju vatninu var smáeyja, kringlótt í lögun, á að gizka um 20 fermetra að stærð. Það, sem okkur þótti kynlegast,. var að sjá enga lifandi veru á þessum slóðum, því að slíkur staður virtist þó vera tilvalinn varpstaður hinna ýmsu fugla, er áttu heima á þessum slóðum. Við ákváðum nú að rannsaka eyjuna og óðum út í vatnið. Vatnið var ekki djúpt og botninn góður, svo við' gengum öruggir áfram, en rétt í því að við vorum komnir út að eynni, snardýpkaði og eg lenti á bólakaf. Bölvandí og skyrpandi greip eg í byssuna, sem félagi rninn rétti mér, og öslaði upp á grynninguna. Við snerum aftur til lands, en lögðum af stað að nýju og syntum síðasta spöl- inn. Auðséð var af öllu, að þarna höfðu villimenn einhvern- tíma haft bækistöð sína. Sáum við þar mjög greinilega villimannahlóðir og dys eina. Við höfðum engin áhöld með> okkur til að rannsaka þetta nánar og héldum því aftur til lands, en auðséð var, að vinur minn hugsaði sér að at- huga stað þennan betur. Svo liðu nokkrar vikur; eg*hiugs- aði ekkert frekar um þetta, fyr en svo bar við, að James.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.