Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 51
MOEGUNN
45
myndaðist af skelfingu og andlitið varð grængult. Eg gaf
honum meira áfengi og að lokum sagði hann mér það, er
■hann vissi, um rauða steininn. Fyrir mörgum árum hafði
andamaður einn komið þangað í héraðið; enginn vissi nein
deili á honum eða hvaðan hann hafði komið, en ekki leið
á löngu fyr en hann hafði drepið alla töframennina, er þar
voru, og gerðist því næst höfðingi kynflokksins. Allir
hræddust hann. Var hann að sögn hans seiðskratti mikill
og gat drepið fjandmenn sína, þó að þeir væru i mílna
fjarlægð. En enginn gat ráðið niðurlögum hans. Hann
átti verndargrip einn, dumbrauðan stein, er gerði hann
ösigrandi, og það var einmitt steinninn, sem James hafði
haft á burt með sér úr dys hans. Er hann lá banaleguna,
hafði hann mælt svo fyrir, að hann skyldi grafinn í eyju
þessari í vatnina, ásamt öllum munum sínum, og hafði látið
svo um mælt; að ef nokkur diríðist að raska dys sinni eða
nema rauða steininn burt, skyldi bölvun og ógæfa verða
hlutskifti þeirra eða þess, er slíkt reyndu.
Er hann hafði lokið sögu sinni, gaf eg honum það,
•'Sem eftir var í flöskunni, og hélt því næst til vinar míns,
f>l þess að segja honum, hvers eg hefði orðið vísari. Hann
hvaðst sannfærður um, að saga Freddies væri rétt, kvaðst
einnig muna eftir því, að einu sinni hefði negri einn verið
i þjónustu föður síns; hann hefði þá verið barn að aldri,
en hann hafði sagt þeim þetta sama, en ekki eins greini-
iega og Freddie.
»Það er nú aðeins um eitt að gera«, sagði vinur
minn. »í fyrramálið verðum við að fara undir eins með
^uni þá, er eg illu heilli tók úr dysinni. Bölvun töframanns-
*ns hefir hvilt yfir mér og mínum, síðan eg snerti við dys
hans«.
Eg var orðlaus; eg fann mér ókleift að andmæla rök-
ferslu hans, þó að mig hefði varla brostið orð til þess nokk-
urum vikum áður.
I dögun næsta morgun fórum við út að vatninu. Það,
Sem okkur furðaði mest á, er við komum þar, var, að nú