Morgunn - 01.06.1935, Page 55
MORGUNN
49
víst í hug, að eg segi ósatt um veikindi mín, en þegar eg
bæti því við, að arabisk töfrakona hafi læknað mig á einni
klukkustund, þá er eins og eg sjái meðaumkunarbrosið og
háðssvipinn á ykkur. Jú, ef til vill fáist þið til að hlusta á
mig og segið máske að frásögn minni lokinni: En hvað
það var einkennilegt; það kalla eg merkilegt. En að því
búnu talið þið sennilega um mig sem ósvifinn lygara eða
þá hálfgeggjaðan ræfil. Þið um það. Sagan er eigi að síð-
ur sönn, og hún er vottfest af mörgum félögum mínum og
öðrum, sem eg geri nánari grein fyrir síðar, mönnum, sem
«kki aðeins trúa henni, heldur vita, að hún er óvéfengjan-
leg. Eg hafði fengið skipun um að fara í rannsóknarferð
íyrir héraðsstjórann og athuga og semja skýrslu um all-
miklar skemdir, er nýafstaðinn sandbylur hafði valdið ná-
lægt Beni Akrhoua, lítilli landeyju í eyðimörkinni. Leiðin
þangað var um 80 enskar mílur. Eg hafði einn mann til
fylgdar, og þar sem eg réð vali hans, tók eg auðvitað
góðkunningja minn, Halliday að nafni, með mér. Við höfð-
um hitzt árið 1930 við Sidi bel Abes, og síðan haldið
kunningskap. Þar að auki var arabiskur leiðsögumaður með
okkur.
Við héldum nú af stað írá aðalstöðvum vorum við
fgli, og fórum eftir gamalli lestabraut áleiðis til Charouan.
Eftir tveggja daga allharða reið vorum víð komnir nálægt
áfangastað. Eg stakk upp á þvi við leiðsögumanninn, hvort
ekki væri hægt að stytta sér leið og fara þvert í gegnum
sandhólana. Leiðsögumaðurinn kvað ekkert því til fyrir-
stöðu, en þetta átti sinn þátt í því, að eg segi ykkur
þessa sögu.
Ferðin sóttist seinna en við höfðum búist við; sand-
orinn var laus og fokdyngjurnar víða svo brattar, að við
Orðum að teyma úlfaldana. Þrátt fyrir þetta náðum við í
ófangastað rétt fyrir sólsetur. Dagurinn hafði verið heitur
°g við vorum orðnir þreyttir eftir ferðalagið, og reiðskjóti
niinn, úlfaldi er Gugnunc nefndist, var alt annað en þægi-
legur; hann sýndi mér öll þau hrekkjabrögð, sem úlfaldar
4
L