Morgunn - 01.06.1935, Side 59
MORGUNN
53
8 menn úr Monté herdeildinni. Er þeir hötðu fundið töfra-
manninn, og venjulegir móttökusiðir höfðu fram farið,
skýrði foringi fararinnar, Captain Lebriff, töframanninum
frá, í hvaða tilgangi þeir hefðu heimsótt hann. Töframað-
urinn brosti ofur góðlátlega, og virtist taka heimsókn þeirra
og erindi ofur vinsamlega. »Hvers krefjist þið af mér?«
spurði hann. Prestarnir höfðu komið sér saman um að
leggja fyrir hann þá þraut, er engum menskum manni væri
unt að Ieysa af höndum, og satt að segja virtust ekki
miklar likur til þess, að nokkurum menskum manni væri
unt að leysa þá þraut. Undanfarna daga hafði verið hlýtt
i veðri og snjórinn í Débel Aissa fjallinu þiðnaði óðum og
olli það óvenju miklu vatnsmagni í ánni. Þrautin, sem
þeim hafði komið saman um að leggja fyrir töframanninn,
var sú, að hann skyldi stöðva strauminn í fljótinu, kveikja
eld á miðjum botni árfarvegsins og sjóða þar máltið handa
gestunum. Lebriffe skýrði það nú fyrir töframanninum,
hvers þeir krefðust af honum.
»Er þetta alt og sumt?« spurði hann. »Eg var hrædd-
ur um, að þér mynduð krefjast einhvers af mér, sem
ðmögulegt væri að gera fyrir yður«.
Að svo mæltu tók hann upp nokkra smásteina, þuldi
oitthvað yfir þeim, er enginn skildi, og varpaði þeim síð-
Un út í beljandi strauminn. Er steinarnir snertu vatnið, var
9ð sjá eins og það yrði að einkennilegri sjóðandi froðu;
efra megin stóð það eins og veggur, en árbotninn varð
þur. Arabinn gekk nú niður í árfarveginn, kveikti eld og
sauð liina umbeðnu máltíð, úr cous cous og akurhænum;
hann virtist bókstaflega taka eldinn, eldsneytið, fuglana og
alt, er til þess þurfti, úr loftinu í kring um hann.
Til þess nú að reyna að ganga úr skugga um, að
þetta væri ekki eintómar sjónhverfingar, þá bauð Lebriffe
hinum undrandi förunautum sínum að neyta hinnar fram-
reiddu máltíðar. En prestarnir fengust ekki til þess; þeir
héldu krjúpandi áfram við bænir sínar; sennilega hafa þeir