Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 65
MOltGUNN
59
þar eitthvað slíkt, er gæfi honum slíkt vald í hendur, hafði
hann gert Jósúa hluttakandi í slíkri þekkingu? Enginn af
oss getur svarað því, hver og einn verður hér sem ann-
arsstaðar að álykta eins og honum þykir sennilegast.
Eg kem þá að síðustu sögunni, sögunni um myndina,
er var flutt á þennan óskiljanlega hátt norðan frá Paris
suður til Algier um margra mílna veg. Fyrir því fyrirbrigði
virðast liggja svo ótvíræðar og sterkar sannanir, að ekki
verði móti mælt. Hversu dularfullur og kynlegur sem sá
viðburður er, þá eigum vér sennilega auðveldast með að
taka hann trúanlegan vegna þess, að vér höfum heyrt
sagt frá svo mörgum áþekkum atvikum. Komið hefir það
fyrir á miðilsfundum, er haldnir hafa verið undir ströngu
eftirliti, að ýmsir kynlegir munir hafa verið fluttir inn í
vandlega lokað fundarherbergið, þar á meðal bráðhfandi
sjávardýr; hlutir hafa verið fluttir gegn um heila veggi o.
s. frv. Fyrir þessu eru ótvíræðar sannanir. Og með þær
sannanir í huga fer það ekki að verða ókleift, að sama
aflinu takist að flytja myndina, þótt vegalengdin sé að
vísu i þetta sinn einkennilega löng. Hér geta engin dá-
leiðsluáhrif eða blekkingar komist að, lögreglan í annari
heimsálfu er kvödd til aðstoðar, hún er á þönum heilan
dag að leita eftir þjófinum, en myndinni er skilað á vegg-
inn á jafn dularfullan hátt og hún hvarf, og svo vill til,
að tveir starfsmenn lögregluliðsins eru viðstaddir, er þetta
gerist.
Einhverjum ykkar finst nú ef til vill, sem eg hafi að
þessu sinni lítt rækt það, sem ómótmælanlega er stefnu-
mið og takmark starfsemi vorrar, að draga fram sannana-
atriði þau, er sanna persónulegt framhaldslíf einstaklings-
ins. Eg skal játa það, að um engar slíkar sannanir er að
ræða í erindi mínu að þessu sinni, að eg hefi ekki flutt
ykkur neina viðbót við þann aragrúa sannana, er menn-
irnir hafa verið að finna og eru að finna fyrir framhalds-
lifi sinu.
En þó að þessi atvik færi ykkur engar slíkar sannan-