Morgunn - 01.06.1935, Síða 78
72
MORGUNN
framliðnir menn fái að vera i friði, ef svo mætti að orði
komast, þ. e. a. s. að sem minst sé gert að því að fjötra
þá eða festa við þessa jörð. Miðilsfundir verða oft til þess,
að þeirra dómi, að draga framliðna menn niður á við,
stýfa vængi þeirra, fjötra þá við fortíð, sem þeir eiga að
vaxa upp úr og gleyma. Leið hins framliðna manns liggur
burt frá jörðinni, segja þessir menn, og þeir eiga sem minst
að gera að því að líta um öxl. Öllu þessu býst eg nú við,
að hinir vitrustu og beztu spíritistar séu að meira eða
minna leyti samdóma. En hér er þó ekki nema hálfsögð
sagan. Og skal nú hinn helmingur sögunnar sagður.
Að því er miðilssambandið snertir, játa allir spíritistar,
að miklar og margvíslegar hættur séu því samfara. En
þær hættur, að minsta kosti sumar, er hægt að fyrir-
byggja- Öllum dulfræðilegum rannsóknum fylgir nokkur
hætta, og ættu guðspekinemar að skilja það manna bezt.
Hitt, að verur þær, sem gera vart við sig á miðilsfundum,
séu oft ekki framlíðnir menn, heldur t. d. náttúruandar, er
fullyrðing, serri verður að prófast og metast í hverju ein-
stöku tilfelli. Annars má segja, að það sé í sjálfu sér lítið
ómerkilegra fyrirbrigði að sjá eða heyra náttúruanda á
miðilsfundi en framliðinn mann, og er ekki óhugsandi, að
náttúruandarnir, sem margir standa á lægra þroskastigi en
menn, geti haft eitthvað gott af því að kynnast og kom-
ast í samband við mannlegar verur. Hinsvegar neita guð-
spekingar því alls ekki, að oft sé um framliðna menn að
ræða á miðilsfundum, og jafnvel mjög þroskaða framliðna
menn. Fyrir getur það og komið, að svo kallaðir »lifandi«
menn, þ. e. a. s. menn, sem ennþá hafa ekki yfirgefið jarð-
líkamann fyrir fult og alt, tali í gegnum. miðil, og jafnvef
holdgist á miðilsfundi, þótt jarðlíkaminn sjálfur sé í mik-
illi fjarlægð. Dulfræðingar guðspekinnar neita því ekki, að
það geti átt sér stað, að jafnvel meistararnir sjálfir gefi
sig einstaka sinnum til kynna á miðilsfundum. Alt veltur
á því, að þeir, sem miðilsfundi sitja, séu valdir menn, og
ekki aðeins valdir menn, heldur samvaldir menn, menn,