Morgunn - 01.06.1935, Page 82
76
MORGUNN
4. spurning. Hvaða afstöðu á hin kristna kirkja að
taka til guðspeki og spíritisma?
Suar. Þessari spurningu er fljótsvarað. Kirkjan á að
taka báðum þessum stefnum opnum örmum. Báðar þessar
stefnur eru að leitast við að sanna ýmsar af grundvallar-
kenningum kirkjunnar, kenningar, sem óneitanlega hafa
stundum verið nokkuð þokukendar a. m. k. eins og farið
hefir verið með þær, og hafa því ekki haft á sér mikinn
veruleikablæ í augum hugsandi manna. Þeir, sem bezt
hafa kynt sér báðar þessar stefnur og komist inn í anda
þeirra, munu sammála um það, að svo fjarri fari því, að
þær séu óvinveittar sönnum kristindómi, að í ljósi þeirra
verði hann enn fegurri og á allan hátt stærri, en þá hafi
getað órað fyrir áður. Báðar þessar stefnur hafa orðið
kristindómi margra manna einskonar skírnar- og endur-
fæðingarlaug. Og þeir taka af öllu hjarta undir með
skáldinu, er það segir:
»Til sólar, til sólar í suðurátt
í svefnrofum aldar vér mænum
Opnið þið kirkjuna upp á gátt,
i öllum hamingju bænum!
Sé rekin úr kirkjunni rannsókn frjáls
á röksemdum trúarinnar,
er guði með ofbeldi meinað máls
í musteri dýrðar sinnar.
Hann vill að sólheimar sannleikans
við sjónum oss fái að blasa,
svo færri blessuðu börnin hans
á brautinni kunni að hrasa.