Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 83
MOEGUNN
77
Er frumkveðum veraldar framsókn að
og framförum lof vér gjöldum,
— á guðfræðin ein að standa í stað,
sem steintröll frá liðnum öldum?«
Nei! Guðfræðin á ekki að standa í stað, sem stein-
tröll frá liðnum öldum. Hún á að leyfa ljósi guðspekinnar
og sálarrannsóknanna að leika um sig og breyta steinin-
um í lifandi hold og blóð! En þverskallist kirkjan og Ieyfi
ekki Ijósi þessara stefna að leika um sig, er eg hræddur
um að til ömurlegra úrslita dragi fyrir hana sem stofnun,
og eg get enda sagt, að eg viti, að þá sé saga hennar
brátt á enda. Því svo fer um alla þá ráðsmensku, sem
ávaxtar ekki það pund, sem henni hefir verið fengið í
hendur. En naumast er hægt að segja, að kirkjan ávaxti
sitt pund, ef hún gerir ekkert annað, en að þylja altaf sömu
kenningarnar, í sama búningnum og fara með sömu helgi-
siðina, án þess að gera að minnsta kosti tilraun til að
varpa ljósi nútímaþekkingar yfir fræði sín og starfshætti.
Því vissulega er kirkjan til orðin mannanna vegna, en
mennirnir ekki vegna kirkjunnar.
Niðurlagsorð.
Eg hefi nú tekið til athugunar þessar fjórar spurning-
ar: Hvað er það sem guðspeki og spíritismi geta sérstak-
lega sameinast um? Hvað ber guðspeki og spíritisma sér-
staklega á milli? Hvað er hið sameiginlega hlutverk guð-
speki og spíritisma? Og loks: Hvaða afstöðu á hin kristna
kirkja að taka til guðspeki og spíritisma? Eg hefi tekið
þessar 4 spurningar til athugunar vegna þess, að nauðsyn-
legt er að fá skýr svör við þeim, til þess að geta fengið
sæmilegt yfirlit yfir alt þetta mál. Eg gat ekki gengið
fram hjá kirkjunni, vegna þess, að báðar stefnurnar, guð-
speki og spiritismi, hafa mætt einna mestri andspyrnu frá
þjónum hennar. Má segja að þar hafi kirkjuna hent al-