Morgunn


Morgunn - 01.06.1935, Page 90

Morgunn - 01.06.1935, Page 90
84 MORGUNN Valiantine og Poincaré. Ameríski miðillinn Valiantine var fyrir skömmu feng- inn til Parísar til þess að halda sambandsfundi þar. Frá einum af þessum fundum hefir fréttaritari Vínarblaðs eins skýrt í blaði sinu. Lúður lá á borðinu, svo langt frá miðlinum, að hann gat ekki til hans náð. Skuggsýnt var í herberginu, en rautt ljós þó. Þegar Valiantine var kominn í sambandsástand, lyftist lúðurinn upp af borðinu og sveif í loftinu um sex fet fyrir ofan borðið. Á lúðurinn hafði verið sett lýsandi efni, áður en fundurinn byrjaði, svo að allir fundarmenn gátu vel séð, hvar hann var. Nú varð um tuttugu mínútna bið. Þá fóru að heyrast raddir, sem mynduðust inni i lúðrinum. Allir fundarmenn voru ávarpaðir, og þeir könnuðust við, að þeir þektu raddirnar; þær kæmu frá framliðnum skyldmennum þeirra. Útbúnaður hafði verið settur upp í stofunni til þess að ná röddunum á grammófónplötur. Þegar fór að líða að fundarlokum, kom rödd í lúður- inn, sem talaði frönsku. Ósýnilegi gesturinn kvaðst vera hinn framliðni franski stjórnmálamaður Poincaré. Hann spáði því, að nokkur næstu árin þyrftu hvorki Frakkar né Englendingar að kvíða ófriði. Grammófónplata þessarar raddar var siðar afhent plötusafni franska rikisins í París. Þar er fjöldi af grammó- fónplötum, sem geyma rödd Poincaré’s. Þessi nýja plata var rannsökuð einkar vandlega. Hún var borin saman við plötur safnsins, sem geymdu rödd Poincarés úr lifanda lífi. Árangur þess samanburðar þótti mjög furðulegur, þvi að menn komust að raun um, að röddin í lúðrinum var nauða- lík rödd Poincarés. Menn hlustuðu á eitthvað átta plötur með rödd hans, og því næst tafarlaust á nýju plötuna, og gátu engan mun fundið á röddinni. Forstjórar safnsins hafa afhent Valiantine vottorð um það, að röddin á þessari plötu, sem undir þá hafi verið borin, sé merkilega lík rödd Poincarés.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.