Morgunn - 01.06.1935, Page 91
MORGUNN
85
Dularlækningar og skygni.
Spíritismanum miðar áirum hröðum skrefum hér á
landi. Einn vottur þess er hin afar-almenna trú manna á
dularlækningar og viðleitnin við að færa sér þær í nyt.
Auðvitað er það mál skamt komið hjá oss í samanburði
við það, sem á Englandi gerist. Þar hefir verið komið upp
merkilegum stofnunum fyrir málið og öflug samtök verið
hafin. Þrýstingin frá þessari starfsemi spíritista er orðin
svo mikil, að farið er að gera dularlækningatilraunir i guðs-
þjónustum í sumum kirkjum ensku biskupakirkjunnar.
í Morgni hefir verið minst nokkuð itarlega á lækn-
ingatilraunir í sambandi við frú Guðrúnu Guðmundsdóttur,
Margréti Thorlacius og Jóhann S. Lárusson. Þeir, sem til
þekkja, vita það, að þær tilraunir hafa oft gefið merkileg-
an árangur. Ýmsir fleiri hafa við þessar lækningar fengist,
og sjálfsagt miklu fleiri en ritstjóra Morguns er kunnugt um.
Nýlega hefi eg kynst lækningamanni, sem mér finst
ástæða til að Morgunn minnist á. Hann heitir Sesselíus
Sæmundsson, vinnur allan daginn við höfnina og á heima
á Urðarstíg 13.
Það virðist vera ung stúlka, sem andaðist hér í bæn-
um árið 1931, er komið hefir af stað miðilsstarfsemi hans.
Aðdragandinn að þeirri starfsemi er einkennilegur og
merkilegur. Morgunn hefir fengið sögu þess aðdraganda
frá mági Sesselíusar, föður framliðnu stúlkunnar, Margrími
Gislasyni Iögreglumanni í Reykjavík. Frásögn hans fer hér
á eftir, eins og hann hefir látið Morgni hana í té.
»Gíslína Helga Margrímsdóttir hét hún og var fædd
6. júní 1910, dáin 5. apríl 1931. Helga var hún altaf köll-
uð. Hinn 15 april var líkami hennar jarðsunginn. Mjög
margt fólk fylgdi henni þá, því vini átti hún marga og