Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 94
88
M 0 R G U N N
heim til S. S. Var þá Helga með okkur. Vorum við þá að
tala um, hvort það mundi nú hafa verið Gísli Kolviður
(svo hét hann), sem hefði verið með Helgu, þegar skirt
var barnið, sem að framan er getið, en S. S. þekti hann
ekki nema sem litið barn. Þá sér hann Helgu fara. Eftir
3—4 mínútur kemur hún aftur, og þá með henni unglings-
piltur, og sér S. S., að þetta er sami pilturinn, sem var
við skírnina. Þá sér S. S., að Helga er með hvítt blað með
gyltu letri; hann les af því: »Þetta er KollU (svo var
hann altaf kallaður). Urðu þau bæði mjög glöð, er hann
sagði okkur frá þessu. Vorum við svo að tala um dauð-
ann og burtför þeirra héðan; sér þá S. S., að Helga kem-
ur með blað, en hann les af því þessi orð: »Ekki farin.
Bara flutt«. Og enn fremur: »Svona er gott að hafa það.
Þetta er betra en draumur. Svona er gott að hafa það
framvegis«. Kvöddu þau svo mjög glöð og fóru.
30. jan. 1932, er við vorum heima hjá S. S., skrifar
Helga: »Engum hjá ykkur líður eins vel og mér, síðan eg
flutti mig, og þeim, sem með mér eru. Systkini mín, sem
fluttu á undan mér, eru miklu hærra en eg, en erum þó
öll saman. Við störfum margt og mikið. Komum til ykkar
oft á dag. Erum oft með ykkur. Trúið þessu«. S. S. sér,
að enginn annar kemst að, og getur þvi engin truflun átt
sér stað. »Þið megið ekki segja þetta nema þeim, sem
trúa. Eg bað, og fékk sérstakt Ieyfi«.
8. febrúar skrifar Helga: »Kolli kernur ekki núna, en
kemur samt oft heim. Við getum sagt margt, en segjum
að eins það, sem við megum. Það heyrist alt til mín, sem
eg segi við ykkur. Hvert blessunarorð og góð hugsun er
strik upp á við. Hitt tala eg ekki um«.
Hér er Iokið frásögn Margrims Gíslasonar.
Á einum af slíkum sambandsfundum sem þeim, er hér
hefir verið frá skýrt, spurði móðir Helgu, hvort ekki væri
unt að fá hjálp í veikindum frá henni eða félögum henn-
ar. Hún sagðist skyldi biðja Friðrik um það. Ekki lét hún