Morgunn - 01.06.1935, Page 99
M0E6UNN
93
stoð Helgu. Ávarpar Jóhanna mig þá á þessa leið: »Vinur
minn, þú ferð ógætilega við störf þin. Þú hagar þér eins
og óviti. Þú varst nýlega uppi á rauða blettinum á hús-
inu þínu. Þið kallið það víst þak. Það eru upp úr því tveir
strókar. Þið kallið það vist reykháfa. Eg segi þetta til að
sýna þér, að eg veit, hvað þú ert að starfa. Eg sá til þín.
Þú varst eitthvað að laga. Þú gekst svo tæpt á brúninni
og lézt stundum part af þér sjálfum lafa framaf henni.
Þetta átt þú aldrei að gera. Þú getur fengið aðsvif, og
getur þá alveg eins dottið fram af eins og inn á þakið.
Eg er altaf að reyna að forða þér frá þeim hættum, sem
eg sé að geta að höndum borið. Vinur minn, mundu eftir
þessu«.
Daginn áður en þetta samtal fór fram, var eg að
vinna uppi á húsþaki heima hjá mér, og lýsing þessi er
rétt fram borin. Eg tek það fram, að það var útilokað, að
Sessilíus vissi nokkuð um starf mitt eða framferði þenn-
an dag.
Samstarf Helgu Margrímsdóttur og Sessilíusar Sæ-
mundssonar hefir mér reynst mjög ábyggilegt í alla staði.
Þetta, sem hér er tilfært, er aðeins sýnishorn. Þótt eg
vildi, gæti eg ekki sagt frá öllum þeim réttu lýsingum,
sem vinir minir frá andlega heiminum hafa getað opinber-
að mér viðvikjandi daglegri starfsemi minni, með milli-
göngu Helgu og Sessilíusar.
í marz 1935.
Guðmundur Ólafsson.