Morgunn - 01.06.1935, Side 100
94
MORGUNN
Agnes og Friðrik.
Hr. Grjetar Fells ritaði í Lesbók Morgunblaðsins 2.
desember síðastliðinn um það, hvernig á því stóð, að bein
þeirra Agnesar og Friðriks, síðustu sakamanna, sem tekin
hafa verið af hér á landi, voru grafin upp og flutt að
Tjarnarkirkju til greftrunar. Hann segir svo frá:
»17. júni síðastliðinn flutti eg í útvarpið erindi um
síðustu aftökuna á íslandi. Sama dag voru hinar jarðnesku
leifar þeirra Agnesar Magnúsdóttur og Friðriks Sigurðsson-
ar jarðaðar í kirkjugarðinum á Tjörn á Vatnsnesi (í Húna-
vatnssýslu). Framkvæmdi þá athöfn sóknarpresturinn þar,
síra Sigurður Jóhannesson. 21. sama mánaðar komu all-
margir menn saman á hinum fornu brunarústum á Illuga-
stöðum, og þar var beðið fyrir sálum þeirra Agnesar og
Friðriks af síra Sigurði Jóhannessyni. Við það tækifæri tal-
aði og bóndinn á Illugastöðum, Guðmundur Arason, og
kona hans.
Ýmsar hviksögur hafa gengið um það hér í bænum,
hvernig á atburðum þessum standi. Saga þessa máls er
rétt sögð á þessa leið:
Kona ein hér í bæ, sem ekki vill láta nafns síns getið,
er allmiklum miðilshæfileikum gædd. Koma þeir hæfileikar
fram í ósjálfráðri skrift. Hið óhamingjusama fólk, sem frá
var sagt í erindi því, sem nefnt var hér að framan, —
þau Friðrik, Nathan og Agnes, — höfðu lengi látið þá
eindregnu ósk í ljós, að reynt yrði að milda málstað
þeirra, sérstaklega Agnesar, og hafa áhrif á almennings-
álitið í þá átt, að vekja samúð með þeim og skilning á
öllum málavöxtum. Var þess sérstaklega óskað, að beðið
væri fyrir sálum þeirra á brunarústunum á Illugastöðum,
og að guðsþjónusta færi fram í sama skyni í Vatnstjarn-