Morgunn - 01.06.1935, Side 108
102
M 0 E G U N N
Lyfsalinn.
Eitt af blöðum Englands, »Sunday Sun« í Newcastle,
leggur kapp á það, ásamt fleiri enskum blöðum, að fá
dulrænar sögur frá lesendum sinum. Sögurnar birtir blaðið
með fyrirsögninni: Kynlegustu sögur, sem nokkurntíma hafa
verið prentaðar. Kona ein hefir sent blaðinu eftirfarandi
sögu:
Eg leit á úrið á úlnliðnum á mér og sá, að eg þurfti
að bíða tuttugu mínútur eftir járnbrau.tarlestinni, sem eg
ætlaði að fara með. Eg hafði óþolandi höfuðverk, svo að
eg fór út úr járnbrautarstöðinni og inn í lyfjabúð, sem var
50 metra frá henni.
Eg barði í búðarborðið, en enginn svaraði. Eg barði
aftur, og árangurinn varð sá sami. Eg fór að verða óþol-
inmóð, því að eg vildi ekki missa af lestinni, og baiði
harkalega í búðarborðið.
Þá kom gamall maður fram í búðina.
»Mixtúru við höfuðverk, og gerið þér svo vel að vera
fljótur að afgreiða mig«, sagði eg. Hann rétti mér lyfið,
sagði ekki nokkurt orð, og hvarf svo inn fyrir.
Eg drakk meðalið, barði á þilið innan við búðina og
spurði, hvað meðalið kostaði. Eg fékk ekkert svar, og hélt,
að gamli maðurinn mundi vera heyrnarlaus. Svo að eg tók
sex pence upp úr buddunni minni og lagði peninginn á
búðarborðið.
Þá kom ungur maður fram í búðina.
»Mér þykir fyrir því, frú, að hafa látið yður bíða«,
mælti hann. »Drengur hefir fótbrotnað. Eg fór með hann
hér inn í bakherbergi, til þess að hann gæti verið þar,
þangað til sjúkravagninn kemur«.
»En eg hefi fengið afgreiðslu, og gamli maðurinn hefir
ekki komið aftur til þess að taka við borguninni«, sagði eg.
Eg sá, að ungi maðurinn hrökk við og fölnaði. »Þetta
hefir hann aldrei gert fyr«, sagði hann.