Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 117
MOKGUNN
111
sóknir og hafa öðlast sannfæringu um, að samband við
annan heim sé fáanlegt — að þær komi í þjónustu kær-
leikans og sannleikans. Þær koma til þess að auka skiln-
ing vorn á tilverunni. Þær koma til þess að efla trú vora
á föður vorn á himnum og engla hans. Þær koma til þess
að sanna tilveru annars heims. Þær koma til þess að gera
oss skiljanlegt, hvernig honum sé háttað. Þær koma til
þess að auka trú hinna trúarveilu, styrkja þá, sem veikir
eru, lækna þá, sem sjúkir eru, hugga þá, sem scrgbitnir
eru. Þær koma til þess að boða efnið í engla-lofsöngnum
forna: »Dýrð sé guði í upphæðum, og friður á jörðu með
þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á«. Það má deila
um það, hve vel þeim hafi enn tekist að reka þetta er-
indi, enda veit enginn, á því þekkingarstigi, sem vér nú
stöndum á, hverjir erfiðleikar kunna á því að vera að
koma nokkurum boðskap frá einu tilverustigi til annars.
En um hitt verður naumast deilt af nokkurri sanngirni eða
þekkingu, að þetta sé erindið. Og eg get ekki vel hugs-
að mér, að það sé læging nokkurri veru að vera falið að
reka það.
Mér hefir alt af verið það ráðgáta, hvernig
Raðgata. -i íj ^ s , , .
a þvi stendur, að sumir menn hafa ein-
hverja óbeit á því að hugsa sér framliðna vini þeirra og
vandamenn koma aftur til jarðarinnar og leita sambands
við þá menn, sem hér eru. Kristinn heimur hefir trúað því
um nærfelt 19 aldir, að vera, sem er öllum mönnum æðri,
hafi komið hingað til þess að dveljast hér í jarðneskum
líkama. Því hefir sömnleiðis verið trúað, að sú vera hafi
komið aftur úr öðrum heimi og verið með vinum sinum
alt af öðru hvoru 40 daga. Enn fremur hefir verið trúað
þvi fyrirheiti Jesú, að hvar sem 2 eða 3 séu saman komn-
ir í hans nafni, þar skuli hann verða mitt á meðal þeirra.
Af þessu verður ekki ráðið, að hann, sem kristinn heimur
hefir alt af dýrkað og treyst á, hafi talið það neina læg-
ing fyrir verur úr öðrum heimi að vitja vor mannanna.