Morgunn - 01.06.1935, Qupperneq 122
116
M0R6UNN
pílagrímum næturinnar fagnaðarsöng«, en þeir líta með
tortrygni á hvern mann, sem ber vitni um það, að hann
hafi séð sendiboða frá heimi andans.
Eg held, að slíkum mönnum og öðrum, sem eru með
óljósar og þokukendar hugmyndir, muni þessi bók gera
mikið gagn. Hún mun koma sumum mönnum til að hugsa
um það, að það muni vera »f!eira á himni og jörðu en
heimspeki þeirra hefir dreymt um«; að um andlegan veru-
leik hafi orðin: »eins og það var frá upphafi, er nú og
verður til eilífðar« meiri merkingu en þeir hafa hingað til
gert ráð fyrir; og að þjónusta englanna sé engu síður
staðreynd nú en hún var á dögum biblíuhöfundanna«.
.. Sjaldgæft er það áreiðanlega, að nokkurt
íðvorun. me_n aj duiarfunum íækningatilraun-
um. Algengast mun vera, að menn hugsi sér, að þær kunni
að aftra sjúklingum frá því að leita almennra lækninga. Mér
er ekki kunnugt um, að nein ástæða hafi verið hér á landi til
slíks ótta eða umkvörtunar, enda væri það illa farið, ef
sú ástæða kæmi fram. Lang-algengast mun það vera, að
menn leiti dularlækninga við þeim meinsemdum, sem
sjúklingarnir hafa ekki fengið bót á hjá viðurkendum lækn-
um. Og ósanngjarnt væri það í meira lagi að lá sjúkling-
um slíka eftirleitan. En fyrir skömmu hefi eg fengið fregn-
ir af illum eftirköstum af þessum tilraunum — ekki þeim,
sem gerðar eru með þeim hætti, að ósýnilegar verur eru
beðnar að hjálpa sjúklingunum, heldur eftir að miðill hefir
farið höndum um þá. Ekki er eg svo kunnugur málavöxt-
um að eg geti neitt fullyrt um það, hvort staðhæfingar í
þessa átt séu á rökum reistar eða ekki, hvort það, sem
menn telja afleiðingar af tilraunum, sé það í raun og veru,
eða stafi af öðrum orsökum. En ekki er þess að dyljast,
að vel get eg hugsað mér, að hjá sumum miðlum geli
lækningatilraunir verið varhugaverðar. Hjá sumum mönn-
um, sem gæddir eru einhverjum sálrænum eiginleikum,
sem þeir vita ef til vill ekkert af, opnast hæfileikarnir
við það eitt að koma á miðilsfund, hvort sem fundirnir eru