Morgunn - 01.06.1935, Síða 125
MORGUNN
119
Karlmaðurinn var skeggjaður og hár hans var langt
•og féll niður á herðarnar; bæði skeggið og hárið var með
rauðlitum blæ. Andlitsdrættirnir líktust mjög hinum venju-
legu myndum af frelsaranum. En á flestum þeim mynd-
um er hrygðarsvipurinn yfirgnæfandi; þar á móti var á
andlitinu, sem eg sá, langtum meiri fögnuður en eg hefi
séð á nokkuru mannsandliti. Og samt var eitthvað við
andlitið, sem lýsti óendanlegrí meðaumkun.
Andlitið á konunni var ávalt, mjög fagurt og Ijómaði
af kærleik og blíðu. Það var þetta, sem þrýsti sér fastar
inn í mig en fríðleikurinn.
Verurnar smáhurfu mér sjónum og aítur var dimt í
herberginu. Mér fanst þessi sýn boða það, að eg ætti bráð-
lega að deyja. Eina klukkustund eða lengur skálmaði eg
fram og aftur um gólfið með hjartslætti, og reyndi að
sætta mig við þetta, sem eg hélt að væri óumflýjanlegt,
en gat það ekki. Þá varð eg rólegri og fór upp í rúmið
aftur. En ekki gat eg sofið, því að eg var hrædd um, að
eg mundi ekki lifa það að sjá ljós næsta dags.
Þrjá eða fjóra daga hafði eg engan frið fyrir þessum
ótta um það að eg mundi vera feig. Mjög kær vinkona
min, yndisleg, gömul skozk frú, sem öllum þótti vænt um
•og allir báru traust til, tók eftir því að eg var með á-
hyggjusvip og spurði mig hvað gengi að mér. Eg sagði
henni frá því, sem eg hafði séð og eg væri hrædd um
•að það boðaði andlát mitt.
»Vertu óhrædd, góða mín. Þú varst ekki látin sjá
þetta til þess að boða þér að þú eigir að fara að deyja.
Þú hefir það sem kallað er sálrænar gáfur, og margt mun
þér verða sýnt, sem aðrir geta ekki séð«.
Hún sagði mér, að hún hefði sjálf séð margar sýnir,
og að frelsarinn hefði líka birzt sér.
»Þeirra er vel gætt, sem guð gætir«, sagði hún, »og
þú þarft ekkert að óttast«. Enn bætti hún við. »Eg ræð
þér til þess að segja þetta engum. Geymdu það eins og