Morgunn


Morgunn - 01.06.1935, Page 132

Morgunn - 01.06.1935, Page 132
126 MORGUNN indversku uppreistarinnar, og hann hafði dulið fyrir börn- um sínum alla vitneskju um þetta, til þess að hún skyldi ekki spilla ánægju þeirra. III. Eftir að eg hafði mist föður minn, settist biksvört ör- vænting að sál minni. Tilfinningar minar voru eins og stein- runnar. Mér var jafnvel neitað um þá huggun að geta grátið. Eg herti hjarta mitt gegn guði. Eg sagði: »Guð mundi aldrei hafa verið svo grimmur að taka föður minn frá mér; svo að enginn guð er til«. Eg hætti að fara í kirkju og gaf mig dapurlegustu hugsunum á vald. Tök þeirra á mér urðu fastari við aðrar sorgir og raunir, sem að mér steðjuðu. Eftir andlát föður míns kom það upp úr kafinu, að maður, sem hann hafði talið vin sinn og trúað fyrir fjármunum sínum, hafði eytt þeim og ekkert var eftir handa börnum hans. Bróðir minn réð af að vinna fyrir okkur báðum, fór til brezkrar nýlendu og druknaði þar. Sú frændkona mín, sem mér þótti vænst um, andaðist. Taugar mínar biluðu og eg lá lengi veik. Eg var sannfærð um, að lífið hefði ekkert mér að bjóða, sem vert væri að lifa fyrir, og eg hafnaði öllum tilraunum til þess að veita mér huggun og hughreysting. Hér um bil tveim árum eftir lát föður míns fékk frændi minn, sem eg dvaldist þá hjá, mig til þess að fara með sér að heimsækja skyldmenni okkar, sem var forstöðukona fyrir stórum spítala. Hann gerði sér von um, að þetta kynni að verða til þess, að eg færi að gera hjúkrun mér að atvinnu, þvi að hann var sannfærður um, að eg mundi aldrei fá heilsuna aftur, ef ekki væri unt að koma inn hjá mér áhuga á neinu, sem sneri hugsunum mínum frá sjálfri mér. Forstöðukonan gaf mér leyfi til að vera nokkurn hluta hvers dags í sjúkrastofunum. Þá fór eg að veita starfi hjúkrunarkvennanna athygli; að taka eftir því, með hve mik- illi leikni, varfærni og þolinmæði þær þjónuðu þeim, sem undir þeirra umsjón voru, og hve oft þeim tókst að draga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.