Morgunn - 01.06.1941, Qupperneq 12
4
MORGUNN
að á, í mörg innsigluð umslög og afhent Brezka Sálar-
rannsóknafélaginu til varðveizlu. Ákvörðun hans var sú,
að sanna sig í gegn um einhvern miðil með því móti, aö
segja hvað í bréfinu stendur. Frá þessari fyrirhuguðu
sönnun hafði Sir Oliver gengið með þtirri skarpskyggnu,
vísindalegu nákvæmni, sem honum var lagin. Og nú bíða
menn með mikilli eftirvænting: Hvenær kemur sönnunin?
Og hjá hvaða miðli mun hún koma?
Á bak við orð Sir Olivers, er hann talaði um spíritism-
ann, lá þungi því nær 60 ára rannsókna og sá sannfær-
ingarþungi var þeim mun meiri en algengt er, sem hann
hafa rekið rannsóknirnar af sannleiksást hins gagn-sam-
vizkusama vísindamanns og af vitsmunum, sem áreiðan-
lega eru afar sjaldgæfir á jörðinni.
í bókum sínum lagði hann fram sína miklu, andlegu
yfirburði, til að sannfæra mennina um það, sem hann vissi
s,iálfur að er sannleikur. 1 fyrirlestrum sínum varði hann
afburða vísindalærdómi sínum og óvenjulegri málsnilld
til að kynna mönnum það, sem hann taldi nauðsynlegast
af öllu að þeir vissu. Til fyrirlestranna notaði hann bæði
ræðustóla um þvert og endilangt England og Ameríku og
útvarpið, sem hann hafði átt svo virðulega hlutdeild í
að skapa. Og hann gerði meira, því að hinn heimsfrægi
maður áleit það ekki fyrir neðan virðingu sína að svara
þúsundum bréfa, sem honum bárust frá syrgjandi fólki,
einkum foreldrum, sem fyrir svipaðri lífsreynslu höfðu
orðið og hann. 1 bréfasafni hans eru hundruð bréfa frá
prestum, sem komnir voru í öngþveiti með trú sína. Þeir
gengu fram hjá biskupum sínum og erkibiskupum og
kusu sér hann að sálusorgara, en sakir djúpsettra vits-
muna og ákveðinnar kristinnar trúar, var hann snilling-
ur í að veita mönnum andlega leiðsögn. Trú hans var um
eitt skeið æfinnar harla véik, en sálarrannsóknirnar gáfu
honum ekki aðeins trú, heldur gerðu hann að guð-inn-
blásnum spámanni, sem talaði til mannlegra sálna með
valdi, sem engum gleymist, er á hlýddi.