Morgunn - 01.06.1941, Side 33
M 0 R G U N N
25
Við biðum óþreyjufull, en árangurslaust, eftir svari
Cristo d’Angelos.
Hr. Bozzano: Það er alveg gagnslaust að vænta eftir
að Cristo d’Angelo svari okkur; hann getur ekki talað,
þegar miðillinn er fjarverandi“.
Við ræddum um, hvort ráðlegt myndi að kveikja á
rauðum lampa.
Hr. Bozzano: ,,Hér er um að ræða brottflutning (a-
portation) eða tilflutning (transportation) miðilsins.
Fyrirbrigði, sem áður hefir komið fyrir. Þess vegna er
óhætt að kveikja á rauðu ljósi“.
Það var kveikt á rauða ljósinu, en miðillinn var ekki í
herberginu. Dyrnar voru enn örugglega læstar, með lyk-
ilinn í skránni að innanverðu, en miðillinn var horfinn.
Við leituðum hans í næstu herbergjum, en fundum engan.
Einhver stakk upp á að við reyndum borðfund, og það
var gert, en svörin voru óskýr og mótsagnakennd. Mað-
ur gæti næstum ætlað að þeir hefðu ekki viljað láta trufla
miðilinn, meðan hann svæfi og hvíldist, en okkur datt
ekki sú skýring í hug fyrr en eftir að leyndarmálið var
upplýst. Á þessu augnabliki kvaldi hræðileg óvissa okkur
öll. Hr.Castellani og hr. Passini leituðu um öll herbergi
hallarinnar, en endurkoma þeirra jók aðeins á kvíða okk-
ar, því að þeir fundu engan, al.ls engan. Hr. Castellam
hafði orð á, að samkvæmt lögmáli hins sálræna sambands
mundi miðillinn finnast á stað, sem væri í samræmi við
smekk hans og áhugamál, og visulega var það á slíkum
stað sem hann fannst. Markgreifafrúin stakk þvi upp á
að við skyldum leita í hesthúsunum, vegna þess hve mað-
ur hennar var mikið gefinn fyrir hesta. Hr. Castellani
og hr. Passini þutu út í hesthús og leituðu í öllum básun-
um og öllum vögnunum, en leit þeirra var árangurslaus.
Samkvæmt bendingu, sem við höfðum fengið með högg-
um, fórum við aftur til herbergis miðilsins sjálfs, en fund-
um engan þar. Þá komum við öll saman í fundarherberg-
inu, og sátum í hring með tengdum höndum; við þrauk-