Morgunn - 01.06.1941, Síða 34
26
MORGUNN
uðum þannig í tuttugu mínútur, án þess þess að fá neitt
nema vindgust nokkrum sinnum. Hr. Bozzano sagði að
hann héldi, að það væri alveg gagnslaust að halda áfram,
af því að aldrei hefði heyrzt um að neinn, sem hefði verið
numinn brott á þennan hátt, hefði komið aftur á yfir-
venjulegan hátt, og því væri nauðsynlegt fyrir okkur að
halda áfram leitinni, þangað til við fyndum markgreif-
ann. Nú voru tvær og háJ.f stund liðnar, meðan við leit-
uðum árangurslaust í kastalanum. Það hafði verið vand-
lega leitað í kjöllurunum, hesthúsunum, kapellu fjölskyld-
unnar og jafnvel um alla lóðina. Markgreifafrúin var farin
að undirbúa að senda vagn til Genúa í þeirri von að
finna bónda sinn í höll þeirra við Via Caffaro. Hr. Ca-
stellani og hr. Gibelli buðust til að fara strax af stað,
en áður en tekið væri til svo róttækra ráða, stungu hr.
Rossi og hr. Passini upp á því, að frú Hack — sem hefir
góða ritmiðilsgáfu — skyldi reyna að komast í samband
við stjórnanda sinn, „Imperator“, til að leita fregna. Frú
Hack varð við beiðni þeirra og beiddist, um kl. 1 f. h.,
hjálpar stjórnenda sinna, sem jafnskjótt geröu vart viö
sig með ósjálfráðri skrift. Þeir sneru sér til markgreifa-
frúarinnar og rituðu á ítölsku: „Vertu ekki hrædd, við
erum á verði og verndum“. Þeir margítrekuðu, að mark-
greifinn lægi flatur á einhverju og endurtók í sífellu
orðið: sofandi, sofandi. Þeir bættu við, að þegar hann
fyndist, myndi hr. Castellani vita, hvernig ætti að vekja
hann. (Þetta reyndist að vera forspá, því það er það sem
raunverulega gerðist). Nokkru síðar gerði frú Hack aðra
tilraun til að komast í samband við stjórnanda sinn „Im-
perator“. Fyrst var dregin vangamynd af andliti og skrif-
að „Hvíti örn“ (merki og nafn Indíána-stjórnancla henn-
ar), og síðan fylgdu þrír ldunnalegir krossar, sem er
merkið um það, að „lmperator" er nálægur. Hann skrif-
aði eftirfarandi:
„Haldið einni hugsun og spyrjið. (Hlé). Miðillinn sef-