Morgunn - 01.06.1941, Side 54
46
MORGUNN
spekilega“ sinnaður almennningur er farinn að álíta þær
fullkomnar staðreyndir.
Þrátt fyrir óhlutdræga og hleypidómalausa rannsókn á
kenningum hinna viðurkenndu vísindalegu heimspekinga,
svo sem Einsteins, Eddingtons, Dunnes, Hintons og ann-
arra, finnum vér enga fullgilda ástæðu til að skoða tím-
ann sem „fjórðu vídd“, hún er ekki annað en rómantísk
hugmynd, sem við fyrstu sýn virðist ákaflega tilkomu-
mikil, þess vegna hefir hún átt svo mikiili almennings-
hylli að fagna og þá eðlilega hylli hinna hálfmenntuðu.
1 þessu sambandi er rétt að minnast þess, að þeir, sem
einkum berjast fyrir að breiða þessa kenningu út, eru af
hinni „almennu“tegund vísindalegra heimspekinga, hverra
tilvera er undir lýðhyllinni komin. Þeir verða að koma fram
með eitthvað, sem yfirborðslegur almenningur vill, ella
verða bækur þeirra ekki lesnar af honum.
Ef maður útilokar tíma-víddar-tilgáturnar og sömuleið-
is tilgátuna um ,,astral-projection“ í svefni (sem að eins
er ákaflega ófullkomin reynslusönnun fengin fyrir), má
svo sýnast, sem slíkar forspár sem þær, er ég hefi til-
greint hér, hljóti óhjákvæmilega að benda til forlagatrúar
hversu ósamrýmanleg sem sú kenning er vorum takmark-
aða skilningi. En það er ekki ósennilegt, þegar vér
höfum farið í gegn um nokkrar „eter-veraldir“ og náð
einhverju ákveðnu þroskastigi, að lausn þessa vandamáls
verði oss þá auðveld.
J. A. þýddi.