Morgunn - 01.06.1941, Side 104
96
MORGUNN
óvæginn í orðum, spurði á þessa leið: Hvei’jum ætlaði
presturinn að taka mai’k á þessum fullyrðingum? Hvei’nig
vissi hann þetta, svo að hann leyfði sér að fullyi’ða slíkt
og gera þó ekki neina minnstu tilraun til að rökstyðja mál
sitt, svo að það verkaði sannfærandi á hugsandi fólk?
Hvað heldur kirkjan að hún geti lengi lifað á svona hjali?
Þeir eru vafalaust miklu fleiri en prestana grunar, sem
hugsa líkt og þessi maður, og það er kirkjunnar mikla
mein, að þjónar hennar virðast í ískyggilega ríkum mæli
ganga þess duldir. „Fólk snýr að þeim spariandliti við
venjubundnar athafnir", sagði próf. Sigurður Nordal í
erindum sínum um líf og dauða, en af hreinskilinni gagn-
rýni þeirra manna, sem tala af góðvild, heyra prestarnir
vafalaust allt of lítið, og á það ekki sízt við um boðun
kirkjunnar á eilífðarmálunum, sem almenningur mun
vissulega dæma um á ýmsa lund, og finna með hve ólíkum
hætti hún hyggst að leysa gátu lífs og dauða því, sem
Kristur áleit réttast um þá hluti.
Um andstöðuna gegn sálarrannsóknunum
UÍyshr'máUð mæ^i Sir Oliver Lodge einhvern tíma á
þessa leið: „Ég furða mig ekki á bliixdni
pi'estanna og annarra þeirra, sem hafa gert það að atvinnu
sinni, að verja heilt trúfræðikerfi og viðhalda því, en ég
furða mig á þeim, sem hafa gert það að atvinnu sinni,
að rannsaka sannleikann (þ. e. vísindamönnunum)“. Ég
fyrir mitt leyti furða mig meira á prestunum. Það 61’
þeiri’a skylda að sjá, að spiritisminn er að leysa málið á
sama gnmdvelli og meistari kirkjunnai’, Kristur sjálfui’.
Ef guðfræðin væri ekki oi'ðin ramáttavillt og búin að
missa sjónar af þeim grundvelli, sem frumkl’istllin byggði
á vissu sína um framhaldstilveru mannssálarinnar eftii'
dauðann, væri hverjum presti það ljóst, að þau æðri
máttarvöld, sem vaka yfir mannkyninu, vöktu spiritism-
ann, þegar blindni kirkjunnar og villa efnishyggjunnar
voru komin vel á veg með að drepa ódauðleikatrú megin-
þorra manna á Vesturlöndum. Nú er þetta herópið úr