Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 9
Tveir fallnir starfsmenn.
Með sliitlu millibili hefir skólinn misst tvo mikilhæfa
starfsmenn: Halldór Vilhjálmsson skólastjóra, er andað-
ist 12. maí 1936 og Þóri Guðmundsson kennara, er dó 20.
júní 1937.
Hér verður ekki raltin æfisaga þessara nianna eða starf
nema í mjög stórum dráttum. Helztu æfiatriði Halldórs
skólastjóra eru rakin i 2. árg. þessa rits og í 4. árg. eru um
hann nokkur minningarorð, en livergi veit ég betur lýst
æfistarfi Halldórs en i Frey, 6. tbl. 1936, í grein eftir rit-
stjórann, Metúsalem Stefánsson, og i Búnaðarriti 1936 i
grein eftir Pál Zóphóníasson. Metúsalem hefir einnig
skrifað ágæta minningarritgerð um Þóri Guðmundsson í
Frey, 6. tbl. 1937.
En um leið og birt er hér að framan mynd af þessum
tveimur föllnu starfsbræðrum, þá þykir mér við eiga að
láta fylgja þeim nokkur orð.
Ég átti því láni að fagna, að eiga samstarf við þá Halldór
og Þóri i h. u. i). 8 ár. Og þegar ég nú lít yfir þessi ár og
minningarnar streyma til mín ein eftir aðra, þá finn ég
það vel, að ég liefi á bak að sjá góðum starfsfélögum og
sönnum drengjum. Þessir menn höfðu að vísu síng ska])-
gerðarbresti eins og aðrir. En um það er mér vel kunnugt,
að yrði þeim citthvað á, þá voru þeir báðir manna fljót-
astir til þess að viðurkenna það og fúsastir til sátta.
Þeir llalldór og Þórir voru að mörgu ólíkir menn. Hall-
dór hafði víkingslund. Kapp og harðfylgi, lirein og drengi-
leg lund. Þessi einkunnarorð mundi ég vilja letra á leg-
stein Halldórs. Með þessuin einkunnarorðum vann hann