Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 18
14
BÚFRÆÐINGURINN
vitni hœði í orði og verki. Skýrið frá árangri þeim, sem
þið teljið ykkur hafa liaft af veru ykkar á Hvanneyri.
Komið fram með tillögur og hendingar um það, sem betur
má fara í húskap okkar almennt og i starfi okkar hér á
skólanum. Hjálpið okkur lil að gera ársrilið okkar allra
svo úr garði, að það verði okkur til sóma hæði i nútið og
framtíð. — Ykknr starf er okkar starf.
Með alúðarkveðju
Rimólfur Sveinsson,
j). í. fornniður Hvanncyrings.
Endurreisn Hvanneyrings.
í fyrra skýrði ég lesendum Búfræðingsins í stuttu
ináli frá stofnun og starfi nemendafélagsins Hvanneyr-
ingur. Og þar er jiess einnig getið, að frá þvi 1924 hafði
félagið ekki starfað og enginn fundur verið haldinn. Nú
skal í fám dráttum segja frá því lielzta, sem gerst hefir
í þessu máli síðan:
Þann 5. marz 1937 hoðaði skólastjóri til fundar, eftir
ósk nokkurra nemenda, og skyldi þar ræða um stofnun
nemendasamhands við Bændaskólann ó Hvanneyri. Undir-
rilaður haí'ði framsögu um málið, rakti sögu nemenda-
félagsins Hvanneyringur, taldi nauðsýnlegt, að það
væri endurreist og gerl að nemendasamhandi fyrir Ilvann-
evringa, er gæfi út ársrit og héldi nemendamót. Fundur-
inn var þessari stefnu eindregið meðmæltur, og eftir
nokkrar umræður kennara og nemenda, var kosin 5 manna
nefnd til frekari framkvæmda.
Nefnd þessi setli sig strax i samband við þá meðlimi úr
stjórn og varastjórn Hvanneyrings, sem liægt var að ná
til, en það voru þeir Þórir heitinn Guðmundsson kennari,
Þorgils Guðmundsson kennari og bændurnir Þorsteinn
Guðmundsson Skálpastöðum og Kristján Guðmundsson
Indriðasiöðum. Þessir ménn tóku mjög vel í málaleitun
okkar og var nú gegnum útvarpið hoðaður aðalfundur í
nemendafélaginu Ilvanneyringur að Hvanneyri á sumar-
J