Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 19
B U ! •' R Æ Ð I N G U R 1 N N
15
daginn fyrsta 1937. Var þess getið í fundarboðinu, að eitt
aðalverkefni fundarins væri að ræða um útgáfu rits og
skorað á félagsmenn að mæta á fundinum eða senda skrif-
legt álil sitt um útgáfu ritsins og um stjórnarkosningu.
Fundurinn var haldinn á tilsettum degi, og fer hér á eftir
fundargerð hans:
„Aðalfundur í félaginu Hvanneyringur var haldinn að
Hvanneyri 22. apríl 1937. Fundurinn hófst kl. 3 e. h. Gerðir
fundarins voru þessar:
1. Þorgils Guðmundsson kennari i Reykholti setti fund-
inn og stjórnaði lionum. Þorsteinn Guðmundsson ritaði
fundargerðina.
2. Lagðar fram tillögur lil lagabreytinga og vísast hér til
þeirra sainþvkktra.
3. Reikningar félagsins lagðir fram og samþykktir.
Reikningurinn sýndi sjóðeign 284-1.83 kr.
4. Inntaka nýrra félaga. 1 félagið gengu 49 menn. Nafna-
skrá verður færð inn í hókina ó eftir fundargerðinni.
5. Ársrit. Guðmundur Jónsson kennari hóf umræður.
Hann talaði um starf Hvanneyrings áður fyrr, um sam-
þykktir fyrir ársriti og ástæður fyrir því, að ekki liefir
orðið af útgáfu ritsins ennþá. Guðmundur Jónsson talaði
um rilið Búfræðingurinn, sem hefir komið út nú í fjögur
ár og nú síðast verið eingöngu á vegum Guðmundar, og
vildi Iiann gjarnan afhenda ritið nemendasambandinu.
Svohljóðandi lillaga kom frá Runólfi Sveinssyni skóla-
stjóra: „Fundurinn er því meðmæltur, að stjórn Hvann-
eyrings sémji við Guðmund Jónsson kennara um að fá út-
gáfurétt Búfræðingsins og gefi hann úl sem ársrit Hvann-
eyrings." Tillagan var samþykkt með öllum greiddum at-
kvæðum. Málið var lítillega rætt og vísað til stjórnarinnar.
6. Stjórnarkosning. Aðalstjórn: Runólfur Sveinsson
slcólastjóri, Guðmundur Jónsson kennari og Þorgils Guð-
mundsson kennari í Reylcholti.
Varastjórn: Ilaukur Jörundsson kennari, Iljörtur Jóns-
son kennari og Kristján Guðmundsson bóndi, Indriðastöð-
nm. Endurskoðendur: Þorsteinn Guðmundsson bóndi,