Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 21
B Ú F R Æ Ð IN G U R T N N
17
G. grein.
Stjórn sambandsins skipa þrír menn og séu a. m. k. tveir þeirra
fastir kennarar við Bændaskólann á Hvanneyri; jafnmargir til vara.
Stjórnin sér um útgáfu ársritsins, undirbýr og boðar nemendamót
og aðalfundi með naegum fyrirvara og annast aðrar framkvæmdir
sambandsins. Hún hefir engin laun fyrir venjuleg félagsstörf, en
fyrir ritstjórn ársritsins eða önnur sérstök slörf í þágu sambands-
ins er heimilt að greiða þóknun eftir samkomulagi.
7. grein.
Aðalfundur sambandsins skal haldinn á hverju nemendamóti.
Skal hann boðaður í því ársriti, er síðasl kemur út fyrir mótið eða
öðruvísi með nægum fyrirvara og á tryggilegan hátt. í fundar-
boðinu skal þess gelið, ef fyrir fundinn á að leggja mikilvægar laga-
breytingar eða önnur þýðingarmikil mál snertandi sambandið.
Er félagsmönnum heimilt að senda á aðalfund atkvæði sín um
þessi mál, ef þeir geta ekki mætt sjálfir, svo og kjósa slcriflega í
stjórn sambandsins. Skal hvorttveggja senl i lokuðu umslagi. Slík-
ar tiilögur um gagngerðar breytingar á starfsháttum sambandsins
frá félagsmönnum skulu sendar stjórninni fyrir 1. febrúar næst á
undan aðalfundi, svo að unnt sé að boða þær um leið og aðal-
fundur er kvaddur saman.
8. grein.
Á aðalfundi skal kjósa stjórn sambandsins til 5 ára, úrskurða
reikninga þess undanl'arin 5 ár, kjósa 2 endurskoðendur og 1 vara-
inann þeirra. Skulu þeir endurskoða reikninga sambandsins árlega.
Aðalfundur lelst lögmælur, cf hann hefir verið boðaður svo sem
segir í 7. grein. Afl atkvæða ræður úrslitum í venjulegum félags-
málum.
9. grein.
Stjórnin getur, ef sérstakt tilefni gcfst til, boðað til aukafunda,
og skulu þeir kvaddir saman eftir sömu reglum og aðalfundur.
10. grein.
Stjórn sambandsins er heimilt að stofna til samvinnu við Hóla-
menn um útgáfu ársritsins eða annað. Samningar þar að lútandi
leggist fyrir næsta aðalfund.
11. grein.
Eögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess
% hluta greiddra atkvæða."
Það, sem að framan er skráð, ber með sér, að Hvann-
eyringur liet'ir nú verið reistur úr rústum og á framvegis