Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 31
Fóðrun búpenings.
í sit5asta árgangi líúfrœðingsins var byrjað á greinaflokki undir
yfirskriftinni „Fóðrun búpenings“. Þar voru fyrst tekin tii með-
ferðar nokkur atriði úr almennri fóðurfræði og einn sjálfstæður
kafli um fóðrun mjólkurkúa.
í þetta sinn bætast svo við tveir sérkaflar eftir Runólf Sveinsson
skólastjóra, annar um fóðrun kálfa, hinn um fóðrun sauðfjár. Enn-
fremur hefir Kristján Karlsson skólastjóri á Hólum, sent Búfræð-
ingnum grein um svínarækt, þar sem fóffrun svinanna er tekin til
allrækilegrar meðferðar. Þykir rétl að hún birtist sem einn kafli
i þessum greinaflokki. Ritstj.
III. Fóðrun kálfa.
Afkvæmum spendýranna er frá náttúrunnar hendi ætl-
að, fyrsta hluta æfi sinnar, að lifa eingöngu á móður-
mjólkinni. Það er þó dálítið mislangur tími hjá hverri teg-
und, sem ungviðunum er ætlað og er þeim nauðsynlegt að
neyta móðurmjólkurinnar eingöngu. Og ennfremur er það
misjafnt, livað við leyfum ungviðum hverrai' húsdýrateg-
undar að sjúga móðurina lengi eftir liverja fæðingu.
Kálfar fá yfirleitl ekki að sjúga móður sína, en siðan
fráfærur hættu, ganga lömbin undir 4—5 mánuði, eða um
það hil þangað til ærnar hætta að mjólka.
Alls staðar þar sem við gripum inn í náttúruna og reyn-
um að breyta hennar eðlilegu farvegum, er það alltaf erfið-
lcikum og vanda hundið.
Ungviðum ölluin er auðvitað, fóðurfræðilega séð, nauð-
synlegt og fyrir hezlu að neyta móðurmjólkurinnar sem
lengst, og að við ekki leyfum þeim það í öllum tilfellum