Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 33
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
25)
að uppeldið verður ódýrast og í öðru lagi fást með slikri
fóðrun ])ezt þroskuðu og hraustustu gripirnir.
Þar eð dýralíkaminn er fyrst og fremst byggður upp af
köfnunarefnissamköndum í vöðvum og vökvum og stein-
efnum i beinum, verður alveg sérstaklega að vera vel á
verði um, að alltaf sé nóg lágmarksmagn af þessum efnum
í fóðrinu. Öll þau lcöfnunarefnissambönd, sem líkami dýr-
anna þarf að nota sér til vaxtar og viðhalds, verða að
korna með fóðrinu. Sama gildir og um steinefnin. Aftur
á móti getur líkamsfitan ekki aðeins myndast af fóður-
fitunni, heldur líka, og fyrst og fremst, af fóðurkolvetn-
unum og ennfremur af köfnunarefnissamböndum fóð-
ursins.
Það, sem oftast vantar í fóður ungviða hér á landi, mun
vera köfnunarefnissamböndin (eggjahv.) og steinefni, og
verður nánar vikið að þvi siðar.
Það liefir verið og er enn nokkuð deilt um, hversíi lengi
heri að gefa ungkálfum nýmjóllc og live lengi ætti að gel'a
þeim hana eingöngu. Séð l'rá sjónarmiði fóðurfræðinnar,
er kálfunum hezt að fá hana sem lengst. Ekkert fóður er
til, sem er eins alhliða og fullnægir eins vel þörfum þeirra
eins og einmitt nýmjólkin. Hún er þó oftast svo dýr, að
bændur verða að spara hana og spara liana lika stundum,
bæði lil fóðurs ungviðum og til inanneldis á heimilum
sínum, meira en góðu hófi gegnir.
I jiessu sambandi vil ég strax slá föstu, að fyrstu tvær
vikurnar af æfi kálfanna á að gefa þeim nýmjólk og ekk-
erl annað, og ennfremur að sjá svo um að þeir fái mjólk-
ina úr móður sinni a. m. k. 4—6 fyrstu dagana — brodd-
mjólkina. Meltingarfæri kálfanna eru í því ástandi, að í
raun og veru meltist þar elcki annað en broddmjólk, a. m.
k. elcki nema að litlu leyli, og er því allt annað fóður
kálfunum óholt.
Broddmjólkin inniheldur um 18% eggjahvítu á móti
venjulegri mjólk, sem ekki hefir meira en 3—4% eggja-
Bvitu. En það er það næringarefnið, sem kálfunum og