Búfræðingurinn - 01.01.1938, Qupperneq 34
30
B Ú F R Æ í) I N G U R I N N
öllum ungviðum riöur mest á að fá, til nýmyndunar vefja
og vökva likamans.
Hversu mikið á að gefa kálfunum á dag fyrstu vikurnar
af œfi þeirra, fer nokkuð eftir stærð og þroska þeirra.
Aðalvandinn hér er að gefa þeim ekki ofmikið í einu, en
það takmarkast af stærð magans eða öllu heldur stærð
vinstrarinnar einnar.
Vinstur i nýfæddum íslenzkum kálfi rúmar ekki nema
Vs—% 1 af mjólk og það má fráleitt gefa kálfunum meira
í einu, vegna þess að ef mjólkin nær ekki að lilaupa í
vinstrinni, af völdum gerðkveikjunnar, sem kölluð er
kæsir eða hleypiefni og finnst aðeins í vinstrinni, er henni
þrýst, vegna rúmleysis, út í þarmana óhlaupinni og geta
þá eggjahvítuefni mjólkurinnar ekki liðast sundur og ná
ekki að ineltast á eðtilegan liátt. Þau rotna þá niður í
þörmunum með þeim afleiðingum, að kálfarnir fá skytu.
Þetta ber okkur að varast eftir því sem unnt er.
Fyrstu tvo dagana má kálfurinn ekki fá nema 1 kg af
mjólk livorn dag og verður ])á a. m. k. að gefa honum
þrisvar á dag og smáauka svo mjólkina tii hálfsmánaðar
aldurs og mun hann þá þurfa ca. 4,5—5 nýmjólkur-kg á
dag, og hezt myndi að gefa kálfunum ávalt þrisvar á dag
fyrsta mánuðinn.
Ef menn vilja spara nýmjólkina, eftir því sem mögulegt
er, þá er hægt með vandvirkni og allmikilli nákvæmni að
byrja á að gefa kálfunum undanrennu og kjarnfóður með
nýmjólkinni hálfs mánaðar gömlum, þá munu þeir einnig
fara að draga i sig hev, ef það er lagt fyrir þá. En þessi
fóðurskipti, frá nýmjólk á annað fóður, eru kálfunum
erfið og ofl hættuleg, nema fyllsta hirðusemi sé við höfð.
Fóðrið verður í í'yrsla lagi að vera óskemml og i öðru
lagi að haí'a þá næringarefnasamsetningu, sem líkama
kálfsins er nauðsynlegt og lmllast.
Reynið, eftir því sem mögulegt er, að gefa kálfunum
nýmjólkina spenvoU/a, og varist vandlega að undanrennan,
áfirnar eða annað fóður sé skemmt og haldið kálfsdall-
inum hreinum.