Búfræðingurinn - 01.01.1938, Side 47
B Ú F R Æ Ð I N G U R 1 N N
43
Úti í náttúrunni eru það aðallega jarðvegur og veðr-
áttufar, seni hafa áhrif á myndun mismunandi afbrigða
af villidýrategundum. í húsdýraræktinni hætist við nýr
liður, sem er úrval það, er mennirnir gera. Þegar frjó-
semin er mikil og ættliðirnir koma fljótt, eins og hjá svín-
unum, sjást áhrií' úrvals og meðferðar furðu fljótt, sér-
staklega af því að svínin lifa mest af æfi sinni i liúsi, undir
jöfnu eftirliti.
Enda er nú svo komið, að nútíma alisvínið er orðið
mjög frábrugðið forfeðrum sinum — villisvíninu. Hin
sterka, grófa bygging, sem er hjá villisvíninu og harð-
gerfi þeirra er allmjög þorrið.
Kroppur alisvinsins er sívalur, bakið beint, höfuðið stutt,
hálsinn stuttur og ketmikill, húðin þunn og þakin ekki
mjög grófum hárum. Fæturnir eru stuttir og grannir og
öll beinabyggingin er fingerð. Alisvínið er rólegt og latl,
gefur mjúlct og fínt ket, sem þó stundum getur orðið of
feitt og bragðlítið.
Til er mesti sægur af alisvínaafbrigðum. Þau svín, sem
eru hér á landi, eru flest afkomendur svína, sem fengin
liafa verið frá Danmörku. Þar hefir svínarækt um langt
skeið verið mikil og staðið með miklum blóma. Hafa
Danir fengið svín til kynbóta frá Englandi og gefist vel.
Val á iindaneldisdýrum. Vegna þess að liinn fjárhags-
legi arður af svínaræktinni er aðallega kominn undir
fljótum þroska og vænleik sláturdýranna, þarf að vanda
vel val undaneldisdýranna.
Til undaneldis á aðeins að nota heilhrigðar, frjósamar
og þril'nar skepnur, sem gefa gott ket. Ekki er rélt að velja
lífdýr undan gyllu, sem ált hefir fáa grísi, þvi að þá má
búast við of lítilli frjósemi.
Það er talin góð frjósemi, ef gvlta eignast í fyrsta sinn
3 til 10 grísi og eldri gylta 12 lil 14. Fleiri en 12 til 14 grísi
er enginn hagnaður að fá, þvi að þegar grisirnir verða
fleiri, verða þeir líka minni og drej)ast frekar. Þegar um
frjósemina er að ræða, má ekki gleyma því, að göllurinn
hefir ]>ar jafnmikla þýðingu og gvllan.