Búfræðingurinn - 01.01.1938, Síða 50
l(i
BÚFRÆÐINGURINN
lála þær ganga úli. Ef lantliö er gott, sem þær ganga á,
geta þær að mestu komizt aí' með beitina. Yfir veturinn
verður að gefa fleiri fóðurtegundir til að fullnægja nær-
ingarþörfinni. Af korntegundum eru hafrar og bygg bezt.
Einhliða fóðrun með rúg, liveiti eða mais, sérstaklega hvít-
um maís, er ekki góð. Hey er lítið nolað handa svínum,
en enginn efi er á þvi, að snemmslegin taða er góð handa
gyltum, einkum ef hún er smárablandin.
Rótarávexti má ekki vanta í vetrarfóður gyltunnar.
Kartöflur eru afbragðsfóður handa svínum. Þær verður
að sjóða, ef nota á mikið af þeim. Fóðurgildi þeirra er
minnst helmingi meira en rófna.
Af rófum liafa l'óðurrófur miniist fóðurgildi. Gulrætur
liafa i þessu tilliti töluverða sérstöðu. Et'tir þurrefnisinni-
haldi liafa þær svipað fóðurgildi og gulrófur, en lianda
mjólkandi gvltum er verðmæti þeirra miklu meira, Vegna
þeirra bætiefna, sem þær innihalda.
Rófnaltlöð, kál og vothev má nota til drýginda með öðru
kjarnmeira fóðri. Ef fóðrað er með þessum umtöluðu fóð-
urefnum þá mun vera hægt að fullnægja næringarþörl'
gyltunnar, en eftir er að bæta upp eggjahvítuþörfina. Þar
sem völ er á undanrennu, áfum og mysu, er leikur einn að
hagræða eggjahvítuinnihaldi fóðursins el'tir þörfinni á
hverjum tírna. Mysuna er þá rélt að nota framan af með-
göngutímanum, meðan gyltan hefir minnsta þörf fyrir
eggjalivítu. Undanrennuna seinni hluta meðgöngutímans
og meðan gyltan mjólkar.
Vanti mjóllc og mysu, verður að nota eggjahvíturikt
kjarnfóður. Linsaltað síldar- og fiskimjöl er þá lientugast.
Þella eru góð fóðurefni, sem auk mikils eggjahvítuinni-
balds, hafa líka steinefni, sem ol't gelur verið vöntun á.
Allt skemmt fóður er hættulegt handa gyltum. Olt kemur
það fyrir, að þær láta fangi af þeim orsökum. Óheppni
með grísina er stundum líka af sömu rótum runnin.
Frosið fóður og mikið af köldum rófum getur líka haft
slæmar afleiðingar.
Mesla umbugsun og nákvæmni þarf með fóðrið og við