Búfræðingurinn - 01.01.1938, Qupperneq 53
BUFRÆÐINGIJRINN
49
Af mjólk má ekki gefa meira en það, sem grísirnir
drekka upp á stuttum tíma, vegna þess að mjólkin
skennnist fljótt, ef hún liggur fyrir þeim. Ef þeir éta þelta
skemmda fóður, má búast við alvarlegum meltingarkvill-
um, sem draga úr þroska skepnunnar.
Grísunum er bezt að gefa sér, en ekki með gyltunum.
Réttast er að gefa ekki mjólk og kjarnfóður saman. Bezt
er að baí'a tvö ílát fyrir fóðrið og nota þau lil skiptis.
Öll þau ilát, sem notuð eru, þarf að lireinsa vel og þurrka
úti. Bæli það, er grísirnir eiga að liggja i, verður að vera
mjúkt og þurrt.
Gelti þá, sem fita á til slátrunar, er bezl að gelda þriggja
til fjögra vikna gamla. Geldingarsárið þarf að vera gróið,
þegar vanið er undan. Ef það kemur fyrir, að gyltan dre]>st
frá grísum eða lnin mjólkar ekki af einni eða annari á-
stæðu, þá verður að gefa grísunum úr pela. Heppilegast er
að gela þeim hafrasúpu með ögn af mjólk í. Hafrasúpan
þarf að vera svo þunn, að hún gangi í gegnum totluna.
Tvo fyrstu dagana eftir fæðinguna þarf að gefa grísunuin
á tveggja tíma fresti.
Al' liafrasúpunni er fijótlega liægt að gefa meira i einu
og sjaldnar. I flestum tilfellum er heppilegast að venja
ekki undan gyltunni fyrr en grísirnir eru átta vikna. Það
eru tímamót fyrir þá, þegar þeir eru teknir frá móður-
inni. Á þessum aldri í'á þeir venjulega 40—50% af nær-
ingarþörf sinni úr móðurmjólkinni. Viðbrigðin eru því
mikil og þeir viðkvæmir fyrir öllum misfellum.
Ef grísirnir eiga að alast upp lieima, má draga úr breyt-
ingunni með þvi að gefa þeim sama fóðrið og þeir fengu
dagana áður en vanið var undan. Séu þeir aftur á móti
aðkeyptir er allt óþægilegra viðfangs. Réttast er að gefa
grísunum ögn af nýmjóllc fyrstu dagana eftir að vanið er
undan. En mjólk sú, sem notuð er, nýmjólk og undan-
renna, verður alltaf að hafa sama liitastig, má eklci vera
annan daginn kaldari en hinn. Fyrstu dagana eftir að
vanið er undan þarf að gefa grísunum 4—5 sinnum á dag.
Þau svín, sem nota á til undaneldis, komast af með minna
4