Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 57
BÚFRÆÐINGURINN
53
unaraðferð hafi þá kosti fram yfir hina, að hún borgi
sig.
Malað korn gefur betri árangur handa svínum en lieilt,
munurinn alll að því 10—15%. Einnig hefir verið sannað,
að því finna sem kornið er malað, því betur nolast það.
Ef notað er meira en 15—20% af kartöflum i fóðrið,
þarf að sjóða þær. Venjulega borgar sig ekki að sjóða
rófurnar. Það eina, sem á vinnst við það, er, að svínin éta
ögn meira af þeim. Kartöflur og rófur þarf að hreinsa
áður en þær eru notaðar.
Ef það gras eða grænfóður, sem er notað, er mjög grófl,
þarf að saxa það, nema handa gyltum, þær geta ctið nokk-
uð gróft gras. Alisvínin eiga að Jiafa næði og liita, því að
þá nolast fóðrið læzt. Þau þurfa eldii eins mikla birtu
eins og gyltur og grisir. Undir alisvínin þarf að ljera vel,
lélegt liey eða liálm, svo að bælið verði þurrt og mjúkt. Ef
básinn er ögn liærri en gólfið og með uppliækkaðri brún,
eyðist eldvi svo milcið af undirburði, því að þá ná svinin
eldci til að dreifa lionum niður í flórinn.
Krisljá/i Karlsson.