Búfræðingurinn - 01.01.1938, Síða 62
58
B Ú F R Æ Ð I N G U U I N N
Með verkfærageymslu liefi ég ekki reiknað sérstaklega,
en lít svo á, að þar sem gera má ráð fyrir, að menn verði
í félagi með verkfærin, megi sérstakt lieita, geti einhver
þeirra ekki skotið skjólshúsi yfir sundurtekið herfið, ásamt
öðru því sem inni þarf að geyma. Hitt undrar mig, að
liann skuli Jivergi minnast á geymslu og það yfir lieila
dráttarvél. Er þar sem viðar auðséð, að hann er auð-
fundnari á flísina en bjálkann.
Hingað voru 3 hestar keyptir vorið 1936 fyrir kr. 180.00
að meðaltali og mun markaðsverð tæpast hafa farið svo
liátt hér sunnanlands í fyrrasumar.
Um fóður og annað varðandi liestana, er að mestu hyggt
á eigin reynslu og með tilliti til áburðarins, vaxtanna og
árlegrar afskriptar af liverjum liesti, sé ég ekki betur en
að sé í fullu samræmi við sömu kostnaðarliði við þá upp-
gjörð búreikninga, sem hirt hefir verið, en auðvitað verður
sá kostnaður eitthvað meiri norðanlands. 1 milliferðir
hefi ég gert ráð fyrir lilutfallslega miklu lengri tíma en
höf. og gerði ég það með tilliti til járninga o. fl. snúninga
varðandi liestana.
Yiðvikjandi innfluttu efni studdist ég að mestu við grein
Iians sjálfs, um olíu, henzin og smurningu og j)arf j)ví ekki
að ræða frekar um ])að, en þessum 7000 lcr., sem lil verk-
færakaupanna fara, þarf að mestu að svara út í erlendum
gjaldeyri og þá auðvilað að standa straum af því sem
slíku, og j)ar sem nú einnig má gera ráð fyrir, að allmikill
hluti viðhaldskostnaðar fari til kaupa á varastykkjum,
sé ég ekki betur en í'ari að nálgast tölu þá, sem ég nefndi.
Að síðustu vil ég segja: Þið, scm fáið ykkur svona 6-
hesta herfi, styrkið ganghjólin áður en herfið er tekið í
notkun, j)ví að pílárarnir eru of veikir, en að öðru leyti
hefir herfið revnzt mjög vel.
Siyurðitr Loftsson, Saltuik.