Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 64
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
60
hafa heldur ekki skarað nóg fram úr, einkanlega að verk-
legri kunnáttu, til þess að þeir gætu sannfært hændurna
um þá hluti, sem þeir vissu hetur.
Saga íslenzku bændaskólanna er liðlega liálfrar aldar
gömul, en að mörgu leyti lærdómsrik. — Hún iiefst með
stofnun skólanna — fjögurra — á árunum 1880—1890.
Fyrst er búnaðarskólinn í Ólafsdal stofnaður 1880 og síð-
ast Hvanneyrarskólinn 1889.
Námstími nemendanna á skólunum var 1‘yrst tvö lieil
ár og kennslan hæði l)ókleg og verkleg, þó e. t. v. fvrst og
fremst verkleg. Þetla fyrirkomulag hélst, að miklu leyti
óbrejdt, fram yfir aldamót, en þá er gerð gagnger hreyt-
ing á kennslufyrirkomulagi skólanna. Verklega námið er
afnumið sem skyldunám og skólarnir látnir starfa aðal-
lega að vetrinum. Námstíminn nú aðeins tveir vetur.
Árangurinn af starfi skólanna, undir þessu fyrsta fyrir-
komulagi þeirra, var að mörgu leyti glæsilegur. — Með
þeim mönnum, er komu þá frá skólunum, hreiddist út
þckking meðal bænda um hagnýtar vinnuaðferðir og
notkun nýrra verkfæra.
Búfræðingarnir kunnu að gera góðar þaksléttur, þeir
kunnu meira og helur að hirðingu búfjárins cn hændur
almennt. Þessi árangur sýnir hezt þörfina, sem hefir verið
fyrir skólana (eins og húnaðarfrömuðir og heztu menn
19. aldarinnar höfðu þrásinnis hent á) þrátt fyrir alla þá
erfiðleika, sem þeir höfðu við að striða, svo sem afleitan
fjárhag, lélegar og ónógar byggingar og lítinn verkfæra-
kost. — Ennfremur var á þessum árum slæmt árferði og
erfiður fjárhagur hjá hændastéttinni.
Þau verkefni, sem skólarnir tóku upp, þegar þeir voru
stofnaðir, voru nýjungar, lílt eða eklcerl þekktar né not-
færðar i íslenzkum húnaði. Þær urðu þó tiltölulega fljótl
eign almennings.
En þegar frá leið höfðu skólarnir ckki kraft til þess að
taka upp ný óþekkt verkefni og af þeim orsökum voru
þeir ekki lengur hrautryðjendur, er leið að aldamótum.
Þessar ástæður munu hafa átt sinn þátt í því að draga