Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 73
Kornrækt.
Eftir Ekling Davíðsson kennara á Laugum.
Kornrækt var stunduö um öll Norðurlönd, þegar Is-
land byggðist. Ilún var fastur liður í búrekstri bænda.
Landnemarnir fluttu útsæðiskornið liingað til lands, sáðu
því og uppskáru fyrstu árhundruðin. En kornræktin lagð-
ist niður á 14. öld. I nágrannalöndunum öllum er hún
talin jafnsjálfsögð búgrein á hverjum bóndabæ og kart-
öfluræktin er að verða hér á landi.
í 6 aldir, á meðan kornræktin bér á landi svaf dauða-
svefni og var nær eingöngu þekkt af fornum sögnum og
örnefnum, færðu hinar Iiraustu og harðgerðu kornplöntur
— byggið, liafrarnir og rúgurinn — bændum nágranna-
landanna árvissa uppskeru.
Kornræktin var erfið og vandasöm. Jarðyrkjuverkfærin
voru fá og ófullkomin, jarðvinnsluaðferðir og ræktunar-
kunnátta á lágu stigi. Tilbúni áburðurinn þekktist ekki
og erfitt var að ná í erlent útsæðiskorn, ef það heima-
ræktaða brást eitt ár, og skipulegar tilraunir í jarðrækt
voru ekki til.
Nú er viðhorfið breylt. Viðunandi jarðabótaverkfæri
eru fáanleg, bæði liesta- og handverkfæri. Ræktunarkunn-
áttan er meiri, ])óll lílil sc, en þar geta tilraunastöðvarnar
á Sámsstöðum og Akureyri bælt nokkuð úr skák, enn-
fremur búnaðarskólarnir. Tilbúni áburðurinn er nauð-
synlegur, því að korntegundirnar þurfa auðleyst og fljót-
virk næringarefni. Reirra cr sérstaklega þörf hér, nálægt
takmörkum þessarar ræktunar. Hann skapar blátt áfram
möguleika fyrir kornræktinni. Þann möguleika liöfðu for-
feður oklcar ekki.