Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 74
70
BÚFRÆÐINGURINN
Nú er að bjarma af nýrri kornræktaröld, sem vafalaust
verður kennd við Klemens Kr. Kristjánsson á Sámsstöðum
í Fljótshlíð. Hann hefir ræktað stóra samfellda alcra um
10 ára skeið, og yfir 40 bygg og hafraafbrigði bafa náð þar
fullum þroska. Þar'eru því ekki þröng slcilyrði fyrir korn-
rækl. Nú er kornrækt reynd i mörgum sveitum í öllum
landsblutum, sennilega á 40—50 lia landi.
Nú er kominn timi til að atliuga niðurstöður kornrækt-
artilraunanna, sem gerðar eru á Sámsstöðum og á Akur-
evri og þá reynslu, sem kornræktarmenn úl um allt land
liafa fengið á undanförnum árum. Það þýðir ekki lengur að
loka augunum fyrir ]>eirri staðreynd, að byggræktin getur
verið árviss ræktun í öllum veðursælli sveitum landsins.
Að vísu mistekst hún víða, en ástæðuna er vanalegt liægl
að finna í óvandvirkni og vankunnáttu i framkvæmd
verksi ns.
Hafrarnir þurfa mjög lík vaxtarskilyrði, en vaxtartími
])eirra er aðeins lengri eða frá 125—140 sólarhringar.
Þessar plöntur báðar virðast slcapaðar fyrir okkar stað-
hætti. í kjölfar þessara jurta lcoma svo aðrar vandræktaðri,
svo sem rúgurinn og liveitið.
Þeir, sem nú byggjá landið, verða að treysta á nútíma-
tilraunir, því að hin forna kunnátta í akuryrkju er löngu
gleymd og grafin og verkleg kunnátta á þessu sviði er ekki
til. Róðurinn fyrir framgangi kornyrkjunnar verður þvi
erfiður, en það er hart, ef kornræktin á enn að bíða ára-
tugi, vegna ]>ess að bændurnir lcunni ekki hin algengustu
jarðabótastörf, sem kornræktinni og annari ræktun fylgja,
svo sem plægingu, herfingu, sáningu og dreifingu áburðar.
Menn verða að prófa sig áfram, byrja með smátilraun
fyrsta árið. Sú tilraun getur eugu að síður orðið lærdóms-
rík, og ef liún heppnast, verður hún strax húbót fyrir
hóndann. Það er margt, scm þarf að athuga, þegar á að
gcra fyrstu kornræklarlilraunina.
Val landsins. Móar eða vel fram ræslar mýrar eru hent-
ugt land, sömuleiðis tún, en kartöflu- og kálgarðar eru
óbæfir, ef arfi er i þeim. Bezl er, að landinu halli móti