Búfræðingurinn - 01.01.1938, Side 77
B Ú F RÆÐINGURINN
73
og öxin látin vita upp. Þorna þau þannig furðu fljótt, ef
veður er þurrt. Síðan eru knippin sett í stakka eða þeim
ekið Jjeint heim i hlöðu, ef þurrkar ganga. Hesjur eru not-
aðar sunnanlands, til að þurrka kornið á, en liér er þeirra
síður þörf.
Þreskjunin er hentugt vetrarverk, hvort sem kornið er
Ijarið úr eða þreskivcl notuð. Vandaðar þreskivélar kosta
um 700 kr. hingað komnar. Annars eru þær til af ótal
stærðum og gerðum. Þær slá títurnar af bygginu og agn-
irnar af höfrunum, auk Jjcss sem þær losa kornið af hálm-
inum og fjarlægja allt rusl. Þær flokka kornið í 3 flokka
eftir þyngd. Þessar þreskivélar ganga fyrir mótor, sem
ekki er með talinn í áðurnefndu verði.
Ilandþreskivélarnar kosta um 150 kr. og frælireinsivélin,
scm með þeim þarf, um 150 kr., eða samtals 300 kr. Hand-
þreskivélar og hreinsivélarnar eru léttar og þægilegar í
flutningum og sæmilegar að vinna með þeim. í Eyjafjarð-
arsvslu eru nú 5 þreskivélar og kornræktin þar hreiðist
úl. Á mörgum bæjum liefir byggrækt verið stunduð undan-
farin ár og víðast með góðum árangri. A Munka-Þverá
var liinn forni „Vitaðsgjafi“. Þar er árlega ræktað korn,
og skammt þar frá er Kaupfélag Eylirðinga að láta gera
myndarlega tilraun í akuryrkju.
Þá er eflir sá hlutinn, sem auðveldastur er, þ. e. að nota
kornið. Fyrst þarl' að taka frá ixlsæði til næsta árs. Þarf
lil þess að velja stærsta og fallegasta kornið, en ekki er
það einhlítt. Vissast er að prófa það. Það getur liver maður
gert á þann hált, að setja vissan kornafjölda, t. d. 100 st.,
í kassa með mold í, strá síðan vel mulinni sandmold ofan á
og lialda svo moldinni ralcri og liafa kassann á lilýjum
stað. Venjulegur herbergishiti er nægilegur. Ef 80% eða
þar yfir spírar, er kornið útsæðishæft, en annars ckki.
Bygg og Iiafrar er ágætt hestafóður. Aukin jarðrækt
krefst meiri hestavinnn, sérstálclega á vorin. Þá er vinnu-
þol hestanna mest virði. En þá eru þeir oft illa færir um
erfiðisvinnu, vegna ógnógs og ills fóðurs. Korngefnir hestar