Búfræðingurinn - 01.01.1938, Side 80
Mjólk — sjúkdómar.
Eftir Ásgeih Ólafsson dýralækni.
1 fljótu bragði kann það að virðast undarlegt að nefna
mjólk í sambandi við sjúkdóma eða sem orsök sjúkdóma.
Því er samt svo í'arið með mjólkina, þessa ágætu og full-
komnu fæðu, að bún er næmari fvrir öllum áhrifum og
vandmeðfarnari en nokkur önnur fæðutegund og ef illa
tekst til tilvalin gróðrarstia fvrir sýkla. I þessu efni nægir
einu sinni eklci setningin: „Heilbrigð (óskaðleg) mjólk
fæst aðeins úr heilbrigðum kúm.“ Hér kemur fleira til
greina, sem sé öll meðferð mjólkurinnar frá þvi hún
kemur úr kýrjúgrinu og þangað til hún kemur til nevt-
andans. Erindið með þessum linum er að minna á það,
að sóttkveikjur geia borizt i mjólk og valdið sjúkdómum
i mönnum og skepnnm, sem mjólkurinnar neyta og vil ég
aðallega beina þessu til þeirra, sem að mjólkurfrainleiðsl-
unni vinna. Sóttkveikjurnar geta verið í mjólkinni, er hún
kemur úr júgrinu eða komizt í hana strax við mjaltir eða
seinna.
Það má skipta þeim sjúkdómum, er borizt geta í mjólk
í 2 flokka: I. Dýrasjúkdóma, sem einnig geta smitað fólk,
svo sem: berklaveiki, kúabóla, miltisbrandur, gmsir melt-
ingarkvillar kúa (enteritis), gin- og klaufaveiki, smitandi
fósturlát o. fl. — II. Sjúkdóma, sem aðeins fólk sýkist af,
svo sem: taugaveiki, skarlatsótt, barnaveiki, mislingar
o. fl.
Skal nú drepið á hina einstöku sjúkdóma og fyrst þá
dýrasjúkdóma, sem borist geta í mjólk og smitað fólk.
Berklar munu vera mjög sjaldgæfir í nautgripum hér
á landi. Yfirgripsmiklar berldarannsóknir á nautgripum