Búfræðingurinn - 01.01.1938, Qupperneq 82
78
BÚFRÆÐINGURINN
Kúabúla er sjaldgæf hér á landi. í þau 10 ár, sem ég
liefi verið dýralæknir, Iiefi ég vitað kúabólu koma upp i
kúm á 3 heimilum. Kýrnar sýkjast venjulega af nýbólu-
settum börmun, og var sýkingin þannig tilkomin í þeim
3 tilfellum, er ég gal um. Sóttkveikjan herst á spena og
júgur kúnna við mjaltir, ef þeir sem mjólka hafa liirt um
nýbólusett börn. Ég ælla ekki að lýsa þessum sjúkdómi
nánar hér, vil aðeins geta þess, að smáþrimlar koma á
spena og stundum júgur, sem síðar verða að vessafyllt-
um blöðrum. Blöðrur þessar springa og eftir verða sár og
seinna hrúður. Spenarnir verða ákaflega viðkvæmir og
kýrnar láta illa við mjöltun. — Það hefir komið fyrir, að
börn hafa sýkst af því að drekka mjólk úr bóluveikum
kúm ósoðna. Hal'a þau þá fengið úthrot í andlit, sem
seinna haí'a hrúðrað. Það má sjálfsagt þakka það hinni
almennu bólsetningu, að fólk sýkist sjaldan og vægt, ef
það á annað horð sýkist, er kúabóla kemur upp á heimili.
Mjaltafólk, sem mjólkar bóluveikar kýr, fær stundum út-
brot á liendur. Fóllc ætti því að hafa þella liugfast: Þeir,
sem liiröa um nýbólusett börn, fáist ekki við mjöltun
kúa eða hirðingu.
Miltisbrandur kom síðasl fyrir hér á Iandi árið 1935.
Annars hefir sá sjúkdómur verið mjög sjaldgæfur í hú-
peningi síðan um aldamót. — Mjólk úr kúm, sem sýkst
liafa af miltisbrandi, verður alltaf að teljast hætluleg
heilsu manna. Annars er það sjaldgæfl, að fólk sýkist af
miltisbrandi úr mjólk, vegna þess að miltisbrunaveikar
kýr geldasl mjög fljótt og miltisbrunasýklarnir eru ekki
í mjólkinni á byrjunarstigi sjúkdómsins. Auk þess sjásl
ol'tasl greinilegar breytingar á mjólkinni, hún er gulari
að lil en eðlilegt er og oft hlóði hlandin.
Það hefir komið fyrir, að fólk hefir sýkst af því að
nevta mjólkur úr kúm, sem sýkst hafa af meltingarkvill-
um, einkum e.f skota hefir verið samfara. Komi það fyrir,
að kýr veikist skyndilega af skotu, er sjálfsggt að nota
ekki mjólkina til manneldis, ekki eiriu sinni soðna, meðan
sjúkdómurinn stendur yfir.