Búfræðingurinn - 01.01.1938, Side 85
Vöruvöndun og vörumat.
Eftir Runóli' Sveinsson skólastjóra.
Afkoma í'lestra þjóða liyggist fyrst og fremst á fram-
leiðslu þeirra af vörum. Vörurnar, sem eru ýmist hráar
til neyzlu og iðnaðar eða unnar, ganga kaupum og sölum
landa og manna á milli.
Hagfræðin lcennir, að verðlag varanna á heimsmarkað-
inum skapist af framboði þeirra og eftirspurn. Það mun
og vera svo að miklu leyti. Eftirspurn hverrar vöruteg-
undar getur þó þvi aðeins skapazt og lialdist, að varan,
sem boðin er fram, sé gáð og fullnægi þeim kröfuin, sem
kaupandinn gerir til hennar á hverjum tíma. Þelta þarf
öllum framleiðendum að vera ljóst, jafnt einyrkjum sem
stórhændum, smáhátaformönnum með færið sem veiði-
tæki og stórum útgerðarfélögum, sem beita allri nútíma
tækni í útbúnaði og aðferðum á veiði og vinnslu fiskjar-
ins. Afkoma sjómannsins og afkoma bóndans getur jiví
aðeins orðið varanlega góð, að vörurnar, sem þeir afla
i sveita síns andlitis og bjóða fram á markaðinn, séu svo
góðar, að neytendurnir vilji stöðugt kaupa þær og gefa
fyrir þær viðunanlegt verð.
Framleiðsla Islendinga og atvinna þjóðarinnar i heild
greinist í tvo megin þætti, landbúnað og fislcveiðar. Af-
koma okkar, bæði útávið og innávið, fer nær eingöngu
eftir þvi, hvernig til teksl með að selja afurðir þessara
tveggja framleiðslugreina utanlands og innan. Þær munu
nú vega nokkurnveginn jafnt í þjóðarbúskapnum. Afurðir
sjávarútvegsins eru mestmegnis seldar úr landi og veita
jijóðinni meginið af erlendum gjaldeyri, en afurðir land-
búnaðarins eru, samhliða nokkrum útflutningi, aðal uppi-