Búfræðingurinn - 01.01.1938, Síða 87
B Ú F R ÆÐINGURI N N
83
ríðandi það var að kynbæta og fóðra svínin þannig, að
þau fullnægðu þeim kröfum, sem gerðar voru til þeirra á
sláturhúsum og á enska markaðinum.
Onnur aðal útflutningsvara Dana er smjör. Það er löngu
viðurkennt, að ekki er hægt að gera 1. flokks smjör úr lé-
legri eða skemmdri mjólk. Það er líka nokkuð langt siðan
Danir fóru að meta og flokka mjólkina, sem bændurnir
fluttu til mjólkurbúanna. 3. og 4. flokks mjólk var verð-
felld all-verulega. Og brátt hætti að flvtjasl annað en 1.
flokks mjólk til mjólkurbúanna. Smjörið, sem flutt er út,
er efnagreinl og metið undir ströngu eftirliti. Þessi atriði,
sem drepið er á, í útflutningi Dana, bafa elcki aðeins skap-
að þeim mikinn og góðan markað i Englandi fyrir flesk og
smjör, heldur einnig svo tryggan markað, að þegar sam-
keppnin harðnaði fyrir alvöru og Canada, Nýja-Sjáland
og Ástralia buðu samskonar og jafngóðar vörur fyrir lægra
verð, þá keyptu og kaupa ensku borgararnir heldur danska
fleskið og smjörið, af því að þeir liafa aldrei verið sviknir
á þessum vörum frá Danmörku og vilja því gjarnan greiða
nokkrum aurum hærra pr. kg fvrir það öryggi. — Fram-
leiðsla á sáðvörum og lcjarnfóðri er all-mikil í Danmörku.
Verzlun öll með þessar vörur, og aðrar samkyns erlendar
er háð stöðugu eftirliti og ströngu mati. Vörurnar eru
undir svokölluð sjálfvirku eftirliti (Selvkontrol). Það er
þannig, að fyrirtæki þau, sem hafa vörurnar með hönd-
um og verzla með þær, taka ábyrgð á vissu efnainnihaldi
og gæðum þeirra og staðfesta opinberlega vottorð þar að
lútandi. Ilver bóndi eða hver kaupandi gelur svo sent
sýnishorn af vörunum til efnagreiningar og rannsóknar,
og ef þær ]>á ekki standast þau gæði og það efnainnihald,
sem gefið var upp í votlorðinu, þá ber viðkomandi verzl-
unarfyrirtæki að greiða sekt og skaðabætur til kaupandans.
Útflutningsvörur Islendinga liafa löngum verið og eru
aðallega saltfislcur, síldarafurðir, dilkakjöt, ull og gærur.
Vörur þessar hafa nú um nokkurt skeið vcrið metnar og
l'lokkaðar eftir útliti og gæðum. En matið og eftirlitið á
vörunum hcfir ekki vcrið strangt og ekki í eins góðu lagi