Búfræðingurinn - 01.01.1938, Page 91
Undirburður búfjáráburðar.
Frá því að landið byggðist hafa íslenzkir bændur not-
fært sór búfjáráburðinn á þann liátt að bera liann ofan
á grassvörðinn og vinna bann ofan í með ýmiskonar á-
liöldum. Ekki verður um það deilt, að á þennan liátt blýt-
ur að tapast mikið af næringarefnum áburðarins. Sumt
rennur burtu með leysingarvatni, sumt gufar upp og
hverfur út i andrúmsloftið og sumt rakast burtu af tún-
inu aflur.
Það er langt siðan að menn komu auga á þessa galla
yfirbreiðslunnar og tóku til yfirvegunar, hvort ekki mundi
unnt að koma áburðinum niður í jarðveginn strax.
Fvrst mun þetta hafa verið albugað i tilraunum hjá Rækt-
unarfélagi Norðurlands lt)13—1918, en áður munu ein-
stakir bændur þó liafa reynt strengplægingu i smáum
stíl. Við tilraunirnar kom ])að strax í ljós, að herfun bú-
fjáráburðar ofan í graslendi (með gaddalierfi) gaf mjög
svo misjafnan árangur. Aftur á móti reyndist strengplæg-
ingin betur, og verður því nánar frá henni skýrt.
1 tilrauninni 1913—1918 varð útkoman sú, að venjuleg
yfirbreiðsla gaf 0,9 hestb. af ha eftir hvert tonn af áburði,
en slrengplæging 1,47 bestl). af ha. eða 63% meira. Þó var
ekki nema nokkuð af áburðinum i>lægt niður eða 36000
kg, en 91600 kg var alls borið ofan á í 6 ár. Þegar tekið
er tillit til þessa og svo hins, að enginn áburðarlaus
reitur var í tilrauninni, má ganga út frá þvi, að undir-
burðurinn hafi um />að bil þrefaldað notagildi áburðarins.
Hlutfallstölur fyrir áburðarverkanir eru ávallt örar vax-
andi en hlutfallstölur heildaruppskerunnar, vegna þess að