Búfræðingurinn - 01.01.1938, Qupperneq 93
B Ú F R Æ Ð I N G U R I N N
<SÍ)
Feitletruðu tölurnar sýna, að áburðurinn notast miklu
betur, þegar liann er borinn undir heldur en ofan á og
liagnaðurinn við undirburðinn virðist aukast eftir því sem
um meira áburðarmagn er að ræða, a. m. k. allt upp að
90000 kg á ha. Því miður var enginn áburðarlaus reitur
hafður i þessari tilraun, svo að ekki er tiægl að reikna út
með neinni vissu, hversu miklar áburðarverkanirnar liafa
verið i liverjum einstökum lið, en Ólafur Jónsson fram-
kvæmdarsljóri telur í skýrslu sinni um þessa tilraun, að
notagildi áburðarins liafi við undirburðinn vaxið nær því
þrefalt (2,6—3,2) og að notagildi næringarefna áburðar-
ins, samanborið við útlendan áburð, liafi við undirburð
verið um 90—95%, en við yfirbreiðslu um 30—35%.
Þessar þrjár tilraunir Ræktunarfélagsins virðast sam-
liljóða um það, að við undirburð geti verkanir búfjár-
áburðar vaxið alll að því þrefalt. I fljótu bragði virðist
þetla mjög einkennileg og ósennileg niðurstaða, að bónd-
inn geti fengið jal'n góðan árangur með þvi að bera á und-
an einni kú undir plógstrengi eins og undan þremur ofan á
grassvörðinn. En þegar athugað er það áburðarmagn, sem
tiér á landi er almennt notað og sú uppskera, sem það
gefur, þá verður það ljóst, að verkanir áburðarins eru
mjög slæmar. Þess slcal þannig getið, að samkvæmt er-
lendum rannsóknum þarf ekki að bera á nema um 62%
af því köfnunarefni, sem burtu er flutt með uppskerunni,
miðað við að borinn sé á útlendur áburður og' tilraunir
hér á landi sýna jafnvel enn lægri %-tölu. En i búfjár-
áburði má ætla, að liera þurfi á um 130% meira af köfn-
unarefni en burtu er flutt með uppskerunni, og bendir það
ótvírætt á, að notagildi búfjáráburðarins, a. m. k. hvað
köfnunarefnið snertir, sé ekki nema um eða lítið yfir %
af notagildi þess efnis í útlendum áburði.
Hér er til mikils að vinna, því að það þurfa allir að
skilja, sem með búfjáráburð fara, að það er ekki nóg að
geyma liann vel, það þarf einnig að notfæra hann á þann
veg, að hann lcomi að sem beztu gagni og næringarefni
lutns fari ekki forgörðum fyrir skilningsleysi á því sviði.