Búfræðingurinn - 01.01.1938, Síða 95
B Ú FRÆÐINGURINN
91
og ekki gat ég séð, að áburðurinn yrði neitt ójafnari við
þetta.
Ólafur Jónsson áætlar, að strengplæging sé 3 dagsverk
á lia, en að ganga l'rá strengjunum aftur taki 10 daga á ha.
Eftir niinni reynslu er þetta of lágt, einkuin hvað snertir
síðari liðinn. Ég hygg, að vart sé hægt að ætla minna en
12—15 dagsverk að velta strengjum niður á einuin lia, og
í plæginguna mun víðast fara meira en 3 dagsverk á ha.
Ég vil því gera ráð fyrir, að það fari um 20 dagsverk í
framkvæmd undirhurðarins á ha. En akstur áhurðar og
úrmokstur er ekki reiknað með, þvi að í því liggur lík fyrir-
höfn, livort sem áburðurinn er horinn ofan á eða undir og
dreift á stærra eða minna svæði.
Ef gera má ráð fyrir, að hægt sé að hera á til 6 ára i einu,
má jafna fyrirhöfninni niður á það tímahil og koma þá
rúmlega 3 dagsverk á hvert ár. En á móti þessu lcemur svo
sparnaður við úvinnshi og hreinsnri. Olafur Jónsson áællar
þá vinnu 4 dagsverk á ári og kernur það vel lieiin við þá
reynslu, sem fengizt hefir við færslu húreikninga.
Það eru því mjög áliöld um það, hvort meira verk er,
að koma áburðinum undir grassvörðinn með strengplæg-
ingu eða vinna hann ofan í með venjulegum aðferðum.
Strengplæging er vandameiri og krefur vanalega dýrari
vinnu en ávinnslan, en á hinn hóginn tel ég, að lienni sé
ætlaður mjög ríl'legur tími, ef verkið er lagt að jöfnu við
ávinnsluna, 4 daga á ári eða 24 daga alls með 6 ára undir-
Imrði. Er það nálægt því tvöfaldur tími móts við það, sem
Ólafur Jónsson telur liægt að komast af með. Virðist mér
því tæplega, að hallað sé á ávinnsluna.
Hvort sem notagildisaukning húfjáráhurðarins við und-
irhurð reynist við áframlialdandi tilraunir jafn milcil og
hér að framan er skýrt frá eða hvort hún verður eitthvað
meiri eða minni, þá skiptir það ekki miklu máli. Iiitt er
aðalatriðið, að við undirbnrð eykst notagildi búfjáráburð-
ar mjög verulega án þess að við það sé bundinn neinn
aukakostnaður.
Guðm. Jónsson.