Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 109
BUFRÆÐINGURINN
105
N. J. F.
Starfandi er nú um öll Norðurlönd félagsskapur, sem
nefnist Nordislce Jordbrugsforskeres Forening, skamm-
stafað N. J. F.
Félaginu er sljórnað af einni allsherjar stjórn, en auk
þess myndar liverl land sérdeild með sérsljórn. Félaginu
er skipt i 12 undirdeildir um sérstök áhugamál innan bú-
fræðinnar og hefir liver undirdeild sérstjórn sameiginlega
fyrir öll Norðurlöndin. Félagið gefur út tímarit í 8 heft-
um á ári, og eru þar meðal annars mjög nákvæmar upplýs-
ingar um allt það, sem gefið hefir verið út varðandi land-
búnað á Norðurlöndum. Er einn ritstjórnarfulltrúi í hverju
Norðurlandanna. Greinar í ritinu eru prentaðar á dönsku,
norsku og sænsku, en ekki hefir verið gengið inn á að
birla grcinar á finnsku eða íslenzku, vegna þess live þan
mál eru ólík hinum Norðurlandamálunum. Ritið lcostar
kr. 15.00 á ári, en félagsmenn fá það ókeypis (einnig til
íslands), en árgjald félagsmanna er 10,00 kr.
Auk ýmiskonar fundarhalda innan félagsins og hinna
einstöku deilda þess, gcngst félagið fyrir, að þriðja hvert
ár er haldið allsherjarmót (Kongress) í einhverju Norður-
landanna. Næsta allsherjarmót verður lialdið í Uppsöl-
um í Svíþjóð dagana 4.-7. júlí 1938. Munu flestir helztu
búnaðarfrömuðir á Norðurlöndum mæta þar og ræða á-
hugamál sín, verkefni og starfsniðurstöður. Væntanlega
mæta ]»ar einnig einhverjir Islendingar, eins og oftast á
allsherjarmótunum, þótt því sé enn ekki ráðstafað, hverjir
það muni verða.
Árið 1927 var stofnuð dcild hér á landi innan þessa fé-
lagsskapar, sen» alltaf var fámenn og liætti aftur störfum
eftir fá ár. Nú á s. 1. liausti var stofnuð ný deild innan
þessa félagsskapar fyrir ísland undir nafninu Norræna
búfræðifélagið N. .1. F. Islandsdeild; telur deildin nú 73
félaga. Sljórn liennar skipa:
Formaður:
Árni G. Eylands, framkvæmdarstjóri, Reykjavík.