Búfræðingurinn - 01.01.1938, Blaðsíða 123
B U F R Æ Ð I N G U R I N N
119
og Bödvar Gíslason er enn á Hvanneyri og stundar flest
liin sömu störf og fyrr.
Eftir því sem ég veit bezt er fólk þetta allt við sæmilega
heilsu og líður vel.
Núv. kennarar skólans og nokkrir aðrir starfsmenn.
Runólfiir Sveinsson, skólastjóri, var settur liaustið 1936,
en skipaður seinni hluta þess vetrar. Hann er ógiftur.
Systir hans, Gyðríður, er ráðslcona hjá honuni. Þau stjórna
Hvanneyrarbúinu, sem er rekið á kostnað ríkissjóðs.
Guðmundur Jónsson, kennari. Hann kennir í verknámi,
eins og að undanförnu, en mælir jarðabætur á sumriu á
Snæfellsnesi og í Dalasýslu. Aulc þess annast hann bú-
reikningastarfsemi ríkisins og er ritstjóri Búfræðingsins.
Ivona hans er Ragnhildur Ólafsdóttir. Þau eiga 3 drengi:
Jón Ólaf 10 ára, Sigurð Reyni 7 ára og Ásgeir 5 ára. Á
næsta vori (1938) stendur til, að byggður verði kennara-
bústaður og mun þá (i. J. flytja í liann á komanda hausti.
Haukur Jörundsson, kennari, var settur og slcipaður sam-
tímis skólastjóra. Ilann cr trúlofaður Áslríði Sigurmund-
ardóttur. Hann býr í íbúð Þóris lieitins Guðmundssonar.
Síðastliðið sumar sigldi hann til Norðurlanda og Þýzka-
lands, í því skyni m. a. að kynna sér landbúnaðarbyggingar.
Hjörtur Jónsson er áfram ráðsmaður og leikfimi- og
smíðakennari. Kona lians er Margrét Runólfsdóttir. Þau
eiga 2 drengi: Kjartan Jón 5 ára og Geir á öðru ári.
Ingimar Guðmundsson frá Þverdal í Aðalvík liefir kennt
söng i vetur.
Ásgeir Ólafsson dýralæknir mun flytja nokkra fyrir-
leslra um dýralækningar, eins og undanfarna vetur.
IJlja Sigurðardóttir frá Víðivöllum í Skagafirði kom
að Hvanneyri s. I. vor og liefir verið síðan. Hugsar hún
m. a. um blómagarðinn og veitir verknemum tilsögn í
trjárælct og blómarækt.
Kjartan Sveinsson, bróðir skólastjóra, gætir ljósamó-
torsins og ekur dráttarvélinni o. fl. Meðal annars veitti
liann einum verknema s. 1. vor lilsögn i akstri bennar.